Innlent

Íslendingur í fjórtán ára fangelsi í Danmörku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vestari Landsréttur í Danmörku staðfesti í dag 14 ára fangelsisdóm yfir íslenskum karlmanni, Lárusi Frey Einarssyni, sem fundinn var sekur um að hafa skotið konu til bana, í mars 2010.

Atburðurinn átti sér stað í Lund sem er nærri Horsens í Danmörku. Bæjarréttur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Lárus væri sekur og hafði jafnframt dæmt danskan karlmann, Søren Gustav Nielsen, í tólf ára fangelsi fyrir aðild að málinu. Vestari Landsréttur sýknaði aftur á móti Nielsen af ákæru um aðild að morði en dæmdi hann í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa stefnt lífi þeirrar myrtu í hættu og fyrir brot á skotvopnalögum.

Mennirnir tveir sátu saman í bíl þegar Lárus skaut konuna. Skotið fór í höfuð hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×