Innlent

Framlög vegna dagforeldra hækka um 10%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þeir sem eiga börn hjá dagforeldrum í Reykjavík geta glaðst því að framlag borgarinnar vegna barna sem dvelja hjá dagforeldrum hækkaði um 10% um nýliðin áramót. Þá hækkaði jafnframt systkinaafsláttur ef tvö eða fleiri systkini dvelja hjá dagforeldri. Framlag fyrir annað barn verður 75% hærra en með fyrsta barni og framlag með þriðja barni verður 100% hærra.

Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg skiptast framlög vegna dagforeldra í tvo hópa. Framlögin Reykjavíkurborgar eru eftir breytinguna 5.088 krónur á hverja klukkustund fyrir gifta foreldra og foreldra í sambúð, en 6.969 krónur á hverja klukkustund fyrir einstæða foreldra, öryrkja eða pör þar sem báðir einstaklingar eru í námi. Í þessum tilfellum er miðað við að barnið sé 4-8 klukkustundir á dag hjá dagforeldri.

Þessi breyting er úr samræmi við breytingar á leikskólagjöldum og gjöldum fyrir frístundaheimili því  að í því tilfelli hækkuðu þau gjöld sem foreldrar þurfa að greiða um 12-13% nú um áramótin. Ástæða hækkananna er sögð vera almenn hækkun verðlags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×