Innlent

Umfangsmikil kannabisræktun stöðvuð í Ölfusi

Lögreglan á Selfossi stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í íbúðarhúsi í Ölfusi í gærkvöldi og lagði hald á 75 plöntur á öllum stigum ræktunar.

Einnig var lagt hald á eitthvað af þurrkuðu kannabisefni og tæki og tól til ræktunar. Húsráðandi á þríturgsaldri var handtekinn og var hann í yfirheyrslum í nótt.

Í framhaldi af þessu var gerð húsleit í öðru húsi og fannst þar lítilræði af þurrkuðum kannabislaufum.

Lögregla naut aðstoðar fíkniefnahunds við málið og er þetta önnur ræktunin sem lögreglan í Árnessýslu upprætir frá áramótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×