Innlent

Ferðafólk sagt trufla útgerð

Vaxandi umsvif ferðaþjónustu eru sögð þrengja að útgerð.
Vaxandi umsvif ferðaþjónustu eru sögð þrengja að útgerð.
Bæjarstjórn Norðurþings samþykkir ekki áform skipulagsnefndar um að stækka blandað svæði fyrir hafnarstarfsemi og verslun og þjónustu á kostnað hreins hafnarsvæðis á Húsavík.

„Nú sé svo komið að útgerðarfyrirtæki geta ekki athafnað sig á eðlilegan hátt á hafnarsvæðinu með tæki og flutninga vegna slysahættu fylgjandi aukinni umferð ferðamanna,“ er vitnað til bréfs Braga Sigurðssonar í fundargerð bæjarstjórnar.

Í öðru bréfi var hins vegar bent á að verulega hafi dregið úr starfsemi fiskvinnslu á hafnarsvæði Húsavíkur. Bæjarstjórnin samþykkti ekki breytinguna.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×