Innlent

Fórnarlamb mansals súludansari á Goldfinger

Ásgeir Þór Davíðsson segist ekki hafa neinn "andskotann“ að fela.
Ásgeir Þór Davíðsson segist ekki hafa neinn "andskotann“ að fela.
Fórnarlamb mansals hér á landi starfar sem súludansmey á nektarstaðnum Goldfinger. Þetta staðfestir Ásgeir Þór Davíðsson í samtali við blaðið DV í dag. Þar kemur fram að konan hafi yfirgefið vernd mansalsteymis hér á landi og endað á Goldfinger.

Konan virðist hafa verið að vinna á Goldfinger í þrjár vikur samkvæmt frétt DV.

Þegar Ásgeir Davíð, eða Geiri, eins og hann er jafnan kallaður, er spurður hvort honum finnist siðferðislega rétt að hafa fórnarlamb mansals í vinnu svaraði hann DV:

„Ég hef andskotann ekkert að fela. Þó svo menn séu ósammála þessum rekstri mínum, þá sé ég ekkert að honum og ég hef ekkert að fela."

Vísir hafði samband við formann mansalsteymisins, Hildi Jónsdóttur, sem konan á að hafa yfirgefið skyndilega. Hún sagðist ekki geta tjáð sig um málið að svo komnu máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×