Innlent

Risaslöngur ógna lífríkinu í Flórída

Mynd/AP
Risastórar kyrkislöngur og snákar ógna nú lífríkinu á fenjasvæðum Flórída í Bandaríkjunum. Um er að ræða snáka og kyrkislöngur sem fólk hefur haldið sem gæludýr en að lokum sleppt lausum út í náttúruna þar sem þau hafa náð að aðlagast.

Talið er til dæmis að tugþúsundir kyrkislanga séu á fenjasvæðunum, en þær koma upprunalega frá Suðaustur Asíu. Nú er svo komið að meðalstórum spendýrum á borð við þvottabirni og pokarottum hefur fækkað gríðarlega enda dýrin kjörfæða fyrir slöngurnar.

Vísindamenn óttast að skriðdýrin muni eyðileggja fæðukeðjuna á svæðinu með ógnvænlegum afleiðingum fyrir lífríkið í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×