Innlent

Tugir látnir í frosthörkum í Evrópu

Þessi mynd er tekin í ítölsku borginni Mílanó þar sem allt er snævi þakið.
Þessi mynd er tekin í ítölsku borginni Mílanó þar sem allt er snævi þakið. Mynd/AP
Mikil snjókoma og frosthörkur hafa sett allt úr skorðum í Evrópu í dag. Nú er svo komið að snjór liggur yfir stórum hluta álfunnar frá Ítalíu í suðri og til Tyrklands í austri. Veðrið hefur orsakað að minnsta kosti áttatíu dauðsföll, aðallega í Úkraínu og í Póllandi.

Á mið-Ítalíu hefur flutningabílum verið bannað að aka um hraðbrautir og mörgum fótboltaleikjum hefur verið frestað. Skólum var lokað í Úkraínu í dag og þar hefur staðfest tala látinna hækkað í 43, þar af hafa 13 látist úr ofkælingu síðasta sólarhringinn að því er fram kemur á fréttavef BBC.

Þá var skólum lokað í norðurhluta Grikklands þar sem frostið fór niður í 16 gráður í dag. Svipaða sögu er að segja víðast hvar úr Evrópu og til að mynda hefur frostið verið 29 gráður í norðurhluta Búlgaríu síðustu tvo daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×