Hámarks miskabætur verði fimmfaldaðar 21. mars 2012 07:30 Frumvarp Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vonast til þess að mikil sátt verði um frumvarp um hækkun bótafjárhæða á Alþingi.Fréttablaðið/gva Hámarksbætur sem ríkið greiðir fyrir líkamstjón verða tvöfaldaðar og hámarksbætur fyrir miska verða fimmfaldaðar nái frumvarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra fram að ganga. Samkvæmt frumvarpinu, sem samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar í gær, munu hámarksbætur fyrir líkamstjón verða 5 milljónir króna, en hámarksbætur fyrir miska 3 milljónir króna, segir Ögmundur. „Það er gríðarlegt réttlætismál að hækka þessar upphæðir og jafna á milli þessara flokka," segir Ögmundur. Hann bendir á að miskabætur séu greiddar fórnarlömbum í kynferðisbrotamálum. Hingað til hafi ríkið aðeins greitt fórnarlömbunum 600 þúsund krónur að hámarki, en bætur umfram þá upphæð hafi fórnarlömbin þurft að sækja beint til brotamannanna. „Við erum að rétta hlut fórnarlambanna, þetta er mikið framfaraskref og jafnréttismál," segir Ögmundur. Spurður hvers vegna bótafjárhæðirnar séu ekki þær sömu í báðum flokkum segir Ögmundur: „Miski getur orðið að varanlegu líkamlegu tjóni, og þá gæti viðkomandi fallið í þann flokkinn." Skammtímaskaði geti, til dæmis í kynferðisbrotamálum, orðið að langtímaskaða, og geti því fallið í þann flokk þegar komi að bótum. Til að draga úr kostnaði vegna þessara breytinga verður hætt að greiða bætur fyrir minni háttar varanlegan miska, þegar metin örorka nær ekki 15 prósentum, segir Ögmundur. Heildarkostnaður við allar breytingarnar er talinn nema um 10 milljónum króna á ári. - bj Fréttir Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Sjá meira
Hámarksbætur sem ríkið greiðir fyrir líkamstjón verða tvöfaldaðar og hámarksbætur fyrir miska verða fimmfaldaðar nái frumvarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra fram að ganga. Samkvæmt frumvarpinu, sem samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar í gær, munu hámarksbætur fyrir líkamstjón verða 5 milljónir króna, en hámarksbætur fyrir miska 3 milljónir króna, segir Ögmundur. „Það er gríðarlegt réttlætismál að hækka þessar upphæðir og jafna á milli þessara flokka," segir Ögmundur. Hann bendir á að miskabætur séu greiddar fórnarlömbum í kynferðisbrotamálum. Hingað til hafi ríkið aðeins greitt fórnarlömbunum 600 þúsund krónur að hámarki, en bætur umfram þá upphæð hafi fórnarlömbin þurft að sækja beint til brotamannanna. „Við erum að rétta hlut fórnarlambanna, þetta er mikið framfaraskref og jafnréttismál," segir Ögmundur. Spurður hvers vegna bótafjárhæðirnar séu ekki þær sömu í báðum flokkum segir Ögmundur: „Miski getur orðið að varanlegu líkamlegu tjóni, og þá gæti viðkomandi fallið í þann flokkinn." Skammtímaskaði geti, til dæmis í kynferðisbrotamálum, orðið að langtímaskaða, og geti því fallið í þann flokk þegar komi að bótum. Til að draga úr kostnaði vegna þessara breytinga verður hætt að greiða bætur fyrir minni háttar varanlegan miska, þegar metin örorka nær ekki 15 prósentum, segir Ögmundur. Heildarkostnaður við allar breytingarnar er talinn nema um 10 milljónum króna á ári. - bj
Fréttir Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Sjá meira