Innlent

Sprengjumennirnir ófundnir

Mennirnir tveir, sem gerðu tilraun til að sprengja rúðu í úra- og skartgripaverslun við Bankastræti í Reykjavík í fyrrinótt, er ófundnir eftir því sem Fréttastofa kemst næst.

Lögregla er að vinna úr vísbendingum sem fengust í gær, meðal annars upptökum úr eftirlitsmyndavélum, en þetta er í annað skiptið á hálfum mánuði sem reynt er að sprengja rúðu í sýningarglugga skartgripaverslunar í Reykjavík.

Brot úr sprengjunni í fyrrinótt þeyttust allt að 30 metra frá sprengistaðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×