Innlent

Ólafur er Dalai Lama norðurslóða

mynd/Tuft
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun ávarpa fund Fletcher-skólans í Massachusetts á mánudaginn. Ólafur verður frummælandi á fundinum en fjallað verður um málefni norðurheimskautsins.

Titill fundarins er „The Arctic: A New Model for Global Cooperation."

Á veggspjaldi fyrir fundinn er forsetanum lýst sem Dalai Lama norðurslóða.

Fletcher-skólinn er hluti af Tuft-háskólanum í Boston. Stofnunin er afar virt í Bandaríkjunum en þar er kennd alþjóðafræði.

Hægt er að sjá veggspjaldið í heild sinni hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×