Viljayfirlýsingar komnar um þrjár þjónustuhafnir fyrir olíuborpalla Kristján Már Unnarsson skrifar 12. apríl 2012 18:30 Olíudreifing hefur í samstarfi við stærsta þjónustufyrirtæki heims við olíuborpalla gert viljayfirlýsingar síðustu tvo daga um að hafnirnar á Reyðarfirði, Húsavík og Akureyri verði þjónustumiðstöðvar við olíuleit á Jan Mayen-hryggnum og við Austur-Grænland. Spáð er að fyrsti borpallurinn komi á Drekasvæðið eftir eitt ár til þrjú ár. Tveir yfirmenn breska félagsins Asco, Norðmaðurinn Runar Hatletvedt og Skotinn Neil Patterson, hafa ásamt fulltrúum Olíudreifingar skoðað hafnir á Norður- og Austurlandi undanfarna daga en einnig metið aðra þjónustu í viðkomandi bæjum og hafa síðustu tvo daga verið gerðar viljayfirlýsingar við viðkomandi sveitarfélög um þrjár hafnir sem þjónustumiðstöðvar fyrir olíuleit; Akureyri, Húsavík og Reyðarfjörð. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar, segir að fyrsta niðurstaða fulltrúa Asco, miðað við fyrstu kynni, sé að allir þessir staðir geti komið mjög vel til greina. Athygli vekur að hvorki Vopnafjörður né Þórshöfn eru með en þeir staðir hafa þó ekki verið útilokaðir. Asco er einnig að huga að þjónustuhöfn vegna leitar við Austur- Grænland en þar kemur Norðurland sterkt inn. Runar Hatletvedt frá Asco, sem þjónustaði olíuleit við Vestur-Grænland, segir að Grænland hafi möguleika á að nýta þjónustumiðstöðvar á Íslandi, sé horft til siglingatíma og þeirra innviða sem þegar séu til staðar á Íslandi. Þjónustumiðstöðin í Sandnessjöen í Noregi er meðal þeirra sem Asco hefur byggt upp en það er stærsta fyrirtækið á þessu sviði í heiminum og rekur sextán slíkar stöðvar í fimm heimsálfum. Hörður Gunnarssson hvetur til þess að farið verði rólega af stað og menn hvorki offjárfesti né hlaupi fram úr sjálfum sér í væntingum eða fjárfestingum í byrjun en þarna séu þó greinilega mjög miklir möguleikar. Asco-menn telja að stutt geti verið í fyrsta borpallinn á Drekann. Runar Hatletvedt segir að frá því leitarleyfum sé úthlutað sé það þeirra reynsla að reikna megi með fyrstu starfsemi á svæðinu eftir eitt, tvö eða þrjú ár, með olíuborpalli. Það sé raunhæft. -Svo þetta gæti gerst býsna fljótt? "Já. Við erum að tala um tvö eða þrjú ár. Það er alveg mögulegt," svarar Runar Hatletvedt, sem er framkvæmdastjóri Asco í Norður-Evrópu. Hörður Gunnarsson segir að menn verði einnig að vera tilbúnir að viðurkenna að þetta geti tekið kannski allt að tíu ár að verða að veruleika. Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira
Olíudreifing hefur í samstarfi við stærsta þjónustufyrirtæki heims við olíuborpalla gert viljayfirlýsingar síðustu tvo daga um að hafnirnar á Reyðarfirði, Húsavík og Akureyri verði þjónustumiðstöðvar við olíuleit á Jan Mayen-hryggnum og við Austur-Grænland. Spáð er að fyrsti borpallurinn komi á Drekasvæðið eftir eitt ár til þrjú ár. Tveir yfirmenn breska félagsins Asco, Norðmaðurinn Runar Hatletvedt og Skotinn Neil Patterson, hafa ásamt fulltrúum Olíudreifingar skoðað hafnir á Norður- og Austurlandi undanfarna daga en einnig metið aðra þjónustu í viðkomandi bæjum og hafa síðustu tvo daga verið gerðar viljayfirlýsingar við viðkomandi sveitarfélög um þrjár hafnir sem þjónustumiðstöðvar fyrir olíuleit; Akureyri, Húsavík og Reyðarfjörð. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar, segir að fyrsta niðurstaða fulltrúa Asco, miðað við fyrstu kynni, sé að allir þessir staðir geti komið mjög vel til greina. Athygli vekur að hvorki Vopnafjörður né Þórshöfn eru með en þeir staðir hafa þó ekki verið útilokaðir. Asco er einnig að huga að þjónustuhöfn vegna leitar við Austur- Grænland en þar kemur Norðurland sterkt inn. Runar Hatletvedt frá Asco, sem þjónustaði olíuleit við Vestur-Grænland, segir að Grænland hafi möguleika á að nýta þjónustumiðstöðvar á Íslandi, sé horft til siglingatíma og þeirra innviða sem þegar séu til staðar á Íslandi. Þjónustumiðstöðin í Sandnessjöen í Noregi er meðal þeirra sem Asco hefur byggt upp en það er stærsta fyrirtækið á þessu sviði í heiminum og rekur sextán slíkar stöðvar í fimm heimsálfum. Hörður Gunnarssson hvetur til þess að farið verði rólega af stað og menn hvorki offjárfesti né hlaupi fram úr sjálfum sér í væntingum eða fjárfestingum í byrjun en þarna séu þó greinilega mjög miklir möguleikar. Asco-menn telja að stutt geti verið í fyrsta borpallinn á Drekann. Runar Hatletvedt segir að frá því leitarleyfum sé úthlutað sé það þeirra reynsla að reikna megi með fyrstu starfsemi á svæðinu eftir eitt, tvö eða þrjú ár, með olíuborpalli. Það sé raunhæft. -Svo þetta gæti gerst býsna fljótt? "Já. Við erum að tala um tvö eða þrjú ár. Það er alveg mögulegt," svarar Runar Hatletvedt, sem er framkvæmdastjóri Asco í Norður-Evrópu. Hörður Gunnarsson segir að menn verði einnig að vera tilbúnir að viðurkenna að þetta geti tekið kannski allt að tíu ár að verða að veruleika.
Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira