„Við náðum að koma aðallínunni inn til Akureyrar til fyrir skömmu. Rafmagnið er því komið á þar, sem og á Eyjafjarðarsvæðinu. Kópasker er þó enn rafmagnslaust því eina línan sem þangað liggur er skemmd. Við erum að fara í það að laga hana núna," segir Guðlaugur Sigurgeirsson, deildarstjóri netrekstrar hjá Landsneti.
Rafmagnslaust hefur verið frá Blönduósi og Akureyri frá því klukkan fjögur í dag. Mikið óveður hefur verið á svæðinu í allan dag. Búist er við að það lægi með kvöldinu og í nótt.
