Óttast að fyrirtæki flýi úr miðborginni 24. febrúar 2012 08:00 Borgað í baukinn Bílastæðagjöld í miðborginni munu að öllu óbreyttu hækka frá og með 15. júní. Sjálfstæðismenn gagnrýna hækkunina og telja hana geta fælt viðskipti frá miðborginni. Meirihlutinn segir takmarkið hins vegar að auka flæði bíla um miðborgina. Fréttablaðið/anton Skiptar skoðanir eru um fyrirhugaða hækkun á bílastæðagjöldum í miðborg Reykjavíkur. Fultrúi Sjálfstæðisflokks, sem er í minnihluta, segir hækkunina of bratta og óttast að hún verði til þess að hrekja fyrirtæki úr miðborginni. Formaður umhverfis- og samgönguráðs segir hins vegar að ráðstöfunin sé til þess fallin að bæta flæði í bílastæðamálum og auðvelda akandi gestum miðborgarinnar að fá stæði. Umhverfis- og samgönguráð samþykkti fyrir skemmstu að hækka tímagjald á ýmsum svæðum í miðborginni. Á svæði 1 fari gjald fyrir klukkustundardvöl í stæði úr 150 krónum í 250 krónur, en á svæðum 2 og 4 fari gjald úr 80 krónum upp í 150. Breytingarnar eiga að taka gildi 15. apríl. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafa heyrt óánægjuraddir frá rekstraraðilum í miðborginni. „Allir þeir sem ég hef talað við hafa áhyggjur af því að hækkunin gæti fælt í burtu viðskipti og þyngt róður fyrirtækja." Kjartan gerir annars vegar athugasemd við að verðið hækki of skarpt og að ekki hafi verið haft samráð við verslunareigendur og aðra rekstraraðila í miðborginni. „Ég vil ekki vera of svartsýnn, en ég óttast að ef þessi hækkun muni ríða yfir í einu vetfangi geti það jafnvel orsakað fjöldaflótta fyrirtækja úr miðborginni." Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs, svarar því hins vegar til að hækkun þessi sé einmitt til þess fallin að auka veg miðborgarinnar. „Við lítum svo á að ef fólk sem fer akandi niður í bæ þarf jafnan að leita lengi eftir stæðum, þá sé það líklegra til að leita frekar í verslunarmiðstöðvarnar, sem gerir verslun í miðbænum lítinn greiða. Með hækkun bílastæðagjalda viljum við hins vegar stýra betur nýtingu á bílastæðum og auka flæði." Karl segir að jafnan sé miðað við að 80 til 85 prósenta nýting á bílastæðum sé heppilegt hlutfall, en á gjaldsvæði sé hlutfallið hins vegar að nálgast 100 prósent. „Við viljum koma þessu í jafnvægi þannig að ef þú kemur akandi niður í bæ, séu um tvö af hverjum átta stæðum laus." Hagsmunasamtökin Miðborgin okkar mun á næstunni gangast fyrir viðhorfskönnun meðal félagsmanna sinna um bílastaæðamál og annað, en niðurstöður munu ekki liggja fyrir mjög fljótlega. Gjaldahækkunin verður að öllum líkindum tekin fyrir á fundi borgarráðs í næstu viku. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um fyrirhugaða hækkun á bílastæðagjöldum í miðborg Reykjavíkur. Fultrúi Sjálfstæðisflokks, sem er í minnihluta, segir hækkunina of bratta og óttast að hún verði til þess að hrekja fyrirtæki úr miðborginni. Formaður umhverfis- og samgönguráðs segir hins vegar að ráðstöfunin sé til þess fallin að bæta flæði í bílastæðamálum og auðvelda akandi gestum miðborgarinnar að fá stæði. Umhverfis- og samgönguráð samþykkti fyrir skemmstu að hækka tímagjald á ýmsum svæðum í miðborginni. Á svæði 1 fari gjald fyrir klukkustundardvöl í stæði úr 150 krónum í 250 krónur, en á svæðum 2 og 4 fari gjald úr 80 krónum upp í 150. Breytingarnar eiga að taka gildi 15. apríl. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafa heyrt óánægjuraddir frá rekstraraðilum í miðborginni. „Allir þeir sem ég hef talað við hafa áhyggjur af því að hækkunin gæti fælt í burtu viðskipti og þyngt róður fyrirtækja." Kjartan gerir annars vegar athugasemd við að verðið hækki of skarpt og að ekki hafi verið haft samráð við verslunareigendur og aðra rekstraraðila í miðborginni. „Ég vil ekki vera of svartsýnn, en ég óttast að ef þessi hækkun muni ríða yfir í einu vetfangi geti það jafnvel orsakað fjöldaflótta fyrirtækja úr miðborginni." Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs, svarar því hins vegar til að hækkun þessi sé einmitt til þess fallin að auka veg miðborgarinnar. „Við lítum svo á að ef fólk sem fer akandi niður í bæ þarf jafnan að leita lengi eftir stæðum, þá sé það líklegra til að leita frekar í verslunarmiðstöðvarnar, sem gerir verslun í miðbænum lítinn greiða. Með hækkun bílastæðagjalda viljum við hins vegar stýra betur nýtingu á bílastæðum og auka flæði." Karl segir að jafnan sé miðað við að 80 til 85 prósenta nýting á bílastæðum sé heppilegt hlutfall, en á gjaldsvæði sé hlutfallið hins vegar að nálgast 100 prósent. „Við viljum koma þessu í jafnvægi þannig að ef þú kemur akandi niður í bæ, séu um tvö af hverjum átta stæðum laus." Hagsmunasamtökin Miðborgin okkar mun á næstunni gangast fyrir viðhorfskönnun meðal félagsmanna sinna um bílastaæðamál og annað, en niðurstöður munu ekki liggja fyrir mjög fljótlega. Gjaldahækkunin verður að öllum líkindum tekin fyrir á fundi borgarráðs í næstu viku. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Sjá meira