Lay Low í einkaflugvél milli landshluta 6. júlí 2012 12:00 Lay Low og Smára Tarfi verða flogið í einkaflugvél vestur á firði þar sem Rauðasandur Festival fer fram um helgina en þau þurfa bæði að spila í Reykjavík á sama tíma. „Eftir mikla leit á öllum vígstöðvum stökk Guðmundur Már Þorvarðarson, vinur Smára Tarfs, til og reddaði flugvél," segir Kristín Andrea Þórðardóttir, einn aðstandenda tónlistarhátíðarinnar Rauðasandur Festival sem fer fram um helgina á Vestfjörðum. Fjöldi íslenskra tónlistarmanna leggur leið sína vestur á firði um helgina en tveir þeirra, Lay Low og Smári Tarfur, lentu hins vegar í vandræðum er þau voru kölluð til að spila á tónleikum í Reykjavík á laugardaginn. Til að ekki þurfti að fresta neinum tónleikum varð lausnin því sú að leigja einkaflugvél sem ferjar tónlistarmennina á milli landshluta. „Lay Low var skyndilega kölluð til af Of Monsters and Men því að þau eru með tónleika í Hljómskálagarðinum á morgun og vildu fá hana til að hita upp. Hún var með þeim á Bandaríkjatúrnum og því lá beinast við að hún yrði með á morgun líka," segir Kristín en Smári á einnig að spila síðdegis á laugardaginn í Reykjavík með hljómsveit sinni Ylju. „Þau spila því bæði sín sett í Reykjavík og fljúga svo beint vestur á einkaflugvél til að taka lagið hér. Þannig ná þau að spila fyrir alla og allir glaðir."Rauðasandur Festival hefst í kvöld og stendur fram á sunnudag en hátíðin leggur áherslu á huggulega tónleika í fallegri náttúru. Auk Lay Low, Smára Tarfs og Ylju koma meðal annars fram Snorri Helgason, Prins Póló og Johnny Stronghands. -áp Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Eftir mikla leit á öllum vígstöðvum stökk Guðmundur Már Þorvarðarson, vinur Smára Tarfs, til og reddaði flugvél," segir Kristín Andrea Þórðardóttir, einn aðstandenda tónlistarhátíðarinnar Rauðasandur Festival sem fer fram um helgina á Vestfjörðum. Fjöldi íslenskra tónlistarmanna leggur leið sína vestur á firði um helgina en tveir þeirra, Lay Low og Smári Tarfur, lentu hins vegar í vandræðum er þau voru kölluð til að spila á tónleikum í Reykjavík á laugardaginn. Til að ekki þurfti að fresta neinum tónleikum varð lausnin því sú að leigja einkaflugvél sem ferjar tónlistarmennina á milli landshluta. „Lay Low var skyndilega kölluð til af Of Monsters and Men því að þau eru með tónleika í Hljómskálagarðinum á morgun og vildu fá hana til að hita upp. Hún var með þeim á Bandaríkjatúrnum og því lá beinast við að hún yrði með á morgun líka," segir Kristín en Smári á einnig að spila síðdegis á laugardaginn í Reykjavík með hljómsveit sinni Ylju. „Þau spila því bæði sín sett í Reykjavík og fljúga svo beint vestur á einkaflugvél til að taka lagið hér. Þannig ná þau að spila fyrir alla og allir glaðir."Rauðasandur Festival hefst í kvöld og stendur fram á sunnudag en hátíðin leggur áherslu á huggulega tónleika í fallegri náttúru. Auk Lay Low, Smára Tarfs og Ylju koma meðal annars fram Snorri Helgason, Prins Póló og Johnny Stronghands. -áp
Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“