Helgi með fimm plötur á topp 20 6. júlí 2012 10:30 Helgi er að vonum afar ánægður og þakklátur fyrir gott gengi platna sinna hérlendis, en svo virðist sem landinn kunni vel að meta allt sem hann gerir. Fréttablaðið/stefán „Ertu ekki að grínast. Ég er bara í sjokki, hefur þetta nokkurn tíman gerst áður?" spyr auðmjúkur Helgi Björnsson þegar blaðamaður náði af honum tali og tilkynnti honum um þann frábæra árangur hans að eiga fimm plötur á topp 20 lista Tónlistans yfir söluhæstu plötur landsins. Ný plata Helga og reiðmanna vindanna, Heim í heiðardalinn kom út um miðja síðustu viku og hefur verið dreift í tæplega 3.500 eintökum og fór beint á topp listans, sem birtur var í gær. Aðrar plötur Helga á listanum eru plötur hans og reiðmanna vindanna, Ég vil fara upp í sveit í 12.sæti, Ríðum sem fjandinn í 14.sæti og Þú komst í hlaðið í 19.sæti. Platan Helgi Björnsson – Íslenskar dægurperlur í Hörpu situr svo í í 15. sæti listans. Aðspurður hver galdurinn á bakvið velgengnina sé segist Helgi engin svör eiga við því. „Þetta eru auðvitað lög sem eru þekkt og hafa unnið fyrir sér áður, en svo geri ég þetta af hjartahlýju og virðingu fyrir þessari tónlist og ætli það sé ekki bara að skila sér," segir hann. Hann segist fullur þakklæti og gleði yfir því að þessar þjóðaperlur nái að öðlast nýtt líf með nýjum kynslóðum. „Ég var til dæmis að spila á Landsmóti um daginn og þótti mjög vænt um að sjá þar fólk á öllum aldri tók undir í lögunum," segir hann. Það er búið að vera mikið að gera hjá Helga að undanförnu og segist hann vera að niðurlotum kominn og ætla að taka sér smá hvíld núna. „Ég ætla bara að njóta þess að vera til, sleikja sólina og reyna að flækja mig ekki í nein verkefni. Það er samt alltaf mjög auðvelt að flækja sig í ný verkefni," segir hann og hlær. - trs Tónlist Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ertu ekki að grínast. Ég er bara í sjokki, hefur þetta nokkurn tíman gerst áður?" spyr auðmjúkur Helgi Björnsson þegar blaðamaður náði af honum tali og tilkynnti honum um þann frábæra árangur hans að eiga fimm plötur á topp 20 lista Tónlistans yfir söluhæstu plötur landsins. Ný plata Helga og reiðmanna vindanna, Heim í heiðardalinn kom út um miðja síðustu viku og hefur verið dreift í tæplega 3.500 eintökum og fór beint á topp listans, sem birtur var í gær. Aðrar plötur Helga á listanum eru plötur hans og reiðmanna vindanna, Ég vil fara upp í sveit í 12.sæti, Ríðum sem fjandinn í 14.sæti og Þú komst í hlaðið í 19.sæti. Platan Helgi Björnsson – Íslenskar dægurperlur í Hörpu situr svo í í 15. sæti listans. Aðspurður hver galdurinn á bakvið velgengnina sé segist Helgi engin svör eiga við því. „Þetta eru auðvitað lög sem eru þekkt og hafa unnið fyrir sér áður, en svo geri ég þetta af hjartahlýju og virðingu fyrir þessari tónlist og ætli það sé ekki bara að skila sér," segir hann. Hann segist fullur þakklæti og gleði yfir því að þessar þjóðaperlur nái að öðlast nýtt líf með nýjum kynslóðum. „Ég var til dæmis að spila á Landsmóti um daginn og þótti mjög vænt um að sjá þar fólk á öllum aldri tók undir í lögunum," segir hann. Það er búið að vera mikið að gera hjá Helga að undanförnu og segist hann vera að niðurlotum kominn og ætla að taka sér smá hvíld núna. „Ég ætla bara að njóta þess að vera til, sleikja sólina og reyna að flækja mig ekki í nein verkefni. Það er samt alltaf mjög auðvelt að flækja sig í ný verkefni," segir hann og hlær. - trs
Tónlist Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira