Þungarokk í þorpum 6. júlí 2012 15:00 Hér má sjá Hólmkel Leó Aðalsteinsson ásamt bræðrunum Atla, Agli og Viktori Sigursveinssonum en á myndina vantar tvo meðlimi rokksveitarinnar. Fréttablaðið/Ernir "Við spilum á stöðum sem þungarokkshljómsveitir halda aldrei tónleika á," segir Hólmkell Leó Aðalsteinsson, meðlimur hljómsveitarinnar Endless Dark, sem heldur af stað á Íslandstúr á morgun. Fyrstu tónleikarnir fara fram á Gamla Gauknum annað kvöld en að þeim loknum verður rokkað á Grundarfirði, Skagaströnd, Siglufirði, Akureyri og loks á Neskaupstað á rokkhátíðinni Eistnaflugi. "Sumir bæirnir eru bara þorp og það koma kannski rosalega fáir en við ætlum bara að hafa gaman af því," segir Hólmkell en meðlimir sveitarinnar eru frá Ólafsvík og Grundarfirði. Hann bætir við að þeir spili í Kántríbæ og að hann efist um að þungarokk hafi hljómað þar áður. Drengirnir reyndu að fá hljómsveitir frá hverjum bæ til liðs við sig. "Við könnuðum sem dæmi hvort það væri eitthvað band á Siglufirði en það virtist ekki vera svo Ugly Alex, sem kemur frá Akureyri, spilar líka með okkur þar." Hljómsveitin Trust the Lies ferðast með drengjunum allan hringinn og Mercy Buckets spilar jafnframt með þeim á Gauknum. Hólmkell segir sveitina gríðarspennta fyrir Eistnaflugi þó rafmögnuð stemning hafi myndast á tónleikum þeirra þar árið 2010. "Þá þoldu 70 prósent tónleikagesta okkur ekki því við vorum ekki nógu þungir fyrir metalhausana," segir Hólmkell sem óttast ekki að slíkt endurtaki sig. "Við erum orðnir aðeins þekktari og betri en þá." -hþt Tónlist Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
"Við spilum á stöðum sem þungarokkshljómsveitir halda aldrei tónleika á," segir Hólmkell Leó Aðalsteinsson, meðlimur hljómsveitarinnar Endless Dark, sem heldur af stað á Íslandstúr á morgun. Fyrstu tónleikarnir fara fram á Gamla Gauknum annað kvöld en að þeim loknum verður rokkað á Grundarfirði, Skagaströnd, Siglufirði, Akureyri og loks á Neskaupstað á rokkhátíðinni Eistnaflugi. "Sumir bæirnir eru bara þorp og það koma kannski rosalega fáir en við ætlum bara að hafa gaman af því," segir Hólmkell en meðlimir sveitarinnar eru frá Ólafsvík og Grundarfirði. Hann bætir við að þeir spili í Kántríbæ og að hann efist um að þungarokk hafi hljómað þar áður. Drengirnir reyndu að fá hljómsveitir frá hverjum bæ til liðs við sig. "Við könnuðum sem dæmi hvort það væri eitthvað band á Siglufirði en það virtist ekki vera svo Ugly Alex, sem kemur frá Akureyri, spilar líka með okkur þar." Hljómsveitin Trust the Lies ferðast með drengjunum allan hringinn og Mercy Buckets spilar jafnframt með þeim á Gauknum. Hólmkell segir sveitina gríðarspennta fyrir Eistnaflugi þó rafmögnuð stemning hafi myndast á tónleikum þeirra þar árið 2010. "Þá þoldu 70 prósent tónleikagesta okkur ekki því við vorum ekki nógu þungir fyrir metalhausana," segir Hólmkell sem óttast ekki að slíkt endurtaki sig. "Við erum orðnir aðeins þekktari og betri en þá." -hþt
Tónlist Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira