Vilborg dansar við skugga á suðurskautinu Hugrún Halldórsdóttir skrifar 2. desember 2012 12:48 ilborg Arna Gissurardóttir, suðurskautsfari. Vilborg Arna Gissurardóttir suðurskautsfari hefur nú gengið tæplega tvöhundruð kílómetra á um hálfum mánuði. Hún heldur í góða skapið þrátt fyrir að hafa glímt við veikindi og óblíða veðurguði og dansaði til að mynda við skuggann sinn í gær. Vilborg hóf göngu sína á suðurpólnum fyrir tæpum tveimur vikum en áætlað er að ferð hennar á syðsta punkt jarðar taki um 50 daga. Hún hefur glímt við veikindi á síðustu dögum en er nú öll að koma til að sögn Ingridar Kuhlman, formanns Lífs Styrktarfélags. „Í gær þá var, eins og hún kallar það, grímuveður. Þ.e. mikill mótvindur, 20 metrar á sekúndu," segir Ingrid. „Hún gengur þennan dag 15,3 kílómetra sem er ekkert smáræði þegar maður er ekki alveg hress."Sp. blm. Og hvað eru margir kílómetrar eftir? „Hún er búin að ganga 183 kílómetra ca. eftir daginn í gær og heildar vegalengdin er 1140 þannig að það eru svona ca. 900 og eitthvað kílómetrar eftir." Vilborg Arna gengur í þágu Lífs styrktarfélags Kvennadeildar Landspítalans en hægt er að heita á spor Vilborgar í síma 908 1515 eða með frjálsum framlögum á heimasíðunni Lífsspor.is en þar er einnig hægt að fylgjast með ferð hennar. „Það er svo mikill húmor í henni.," segir Ingrid. „Hún talar um það stundum í tjaldinu að nú séu óskalög skíðamanna eða maður þarf að drekka sólarvörnina af því að ósonlagið er svo þunnt hérna."Sp blm. Og ég las það að hún var að dansa við skuggann sinn? „Já, hún tók nokkur dansspor í gær og það er svolítið gaman að fylgjast með og ég veit að mjög margir lesa þetta blogg. Svo eru líka mjög margir sem skrá hreyfingu sína því hún vildi líka að Íslendingar myndi ganga sér til stuðnings." „Á Facebook er síða í kringum þetta átak sem heitir Lífsspor þar sem að fólk er á hverjum degi að skrá inn hvatningarorð og hvað það hreyfir sig mikið og ég veit að hún fylgist með því líka og það veitir henni mjög mikinn stuðning, líka á erfiðum dögum því þetta er náttúrulega ekki bara dans á rósum." „Þetta er erfitt," segir Ingrid. „Hún er að draga sleða sem var 100 kg í byrjun, hann er kannski kominn niður í 90 kg núna. Þetta er ekki erfitt í erfiðu færi."Hægt er að nálgast vefsvæði Vilborgar hér. Vilborg Arna Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Vilborg Arna Gissurardóttir suðurskautsfari hefur nú gengið tæplega tvöhundruð kílómetra á um hálfum mánuði. Hún heldur í góða skapið þrátt fyrir að hafa glímt við veikindi og óblíða veðurguði og dansaði til að mynda við skuggann sinn í gær. Vilborg hóf göngu sína á suðurpólnum fyrir tæpum tveimur vikum en áætlað er að ferð hennar á syðsta punkt jarðar taki um 50 daga. Hún hefur glímt við veikindi á síðustu dögum en er nú öll að koma til að sögn Ingridar Kuhlman, formanns Lífs Styrktarfélags. „Í gær þá var, eins og hún kallar það, grímuveður. Þ.e. mikill mótvindur, 20 metrar á sekúndu," segir Ingrid. „Hún gengur þennan dag 15,3 kílómetra sem er ekkert smáræði þegar maður er ekki alveg hress."Sp. blm. Og hvað eru margir kílómetrar eftir? „Hún er búin að ganga 183 kílómetra ca. eftir daginn í gær og heildar vegalengdin er 1140 þannig að það eru svona ca. 900 og eitthvað kílómetrar eftir." Vilborg Arna gengur í þágu Lífs styrktarfélags Kvennadeildar Landspítalans en hægt er að heita á spor Vilborgar í síma 908 1515 eða með frjálsum framlögum á heimasíðunni Lífsspor.is en þar er einnig hægt að fylgjast með ferð hennar. „Það er svo mikill húmor í henni.," segir Ingrid. „Hún talar um það stundum í tjaldinu að nú séu óskalög skíðamanna eða maður þarf að drekka sólarvörnina af því að ósonlagið er svo þunnt hérna."Sp blm. Og ég las það að hún var að dansa við skuggann sinn? „Já, hún tók nokkur dansspor í gær og það er svolítið gaman að fylgjast með og ég veit að mjög margir lesa þetta blogg. Svo eru líka mjög margir sem skrá hreyfingu sína því hún vildi líka að Íslendingar myndi ganga sér til stuðnings." „Á Facebook er síða í kringum þetta átak sem heitir Lífsspor þar sem að fólk er á hverjum degi að skrá inn hvatningarorð og hvað það hreyfir sig mikið og ég veit að hún fylgist með því líka og það veitir henni mjög mikinn stuðning, líka á erfiðum dögum því þetta er náttúrulega ekki bara dans á rósum." „Þetta er erfitt," segir Ingrid. „Hún er að draga sleða sem var 100 kg í byrjun, hann er kannski kominn niður í 90 kg núna. Þetta er ekki erfitt í erfiðu færi."Hægt er að nálgast vefsvæði Vilborgar hér.
Vilborg Arna Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira