Semur tónlist fyrir tvær breskar kvikmyndir 14. desember 2012 11:00 Þrátt fyrir að vera nýfluttur aftur heim á Frón eftir sex ár í Bretlandi ferðast Biggi samt mikið utan til að vinna. Hann reynir þó að koma með verkefni með sér hingað heim líka. Tónlistamaðurinn Biggi Hilmars blandar saman ólíkum hljóðfærum í sínu stæsta verkefni hingað til. „Ég hef áður gert tónlistina fyrir tvær kvikmyndir í fullri lengd en þessar eru tvímælalaust stærri,“ segir tónlistamaðurinn Biggi Hilmars. Biggi er staddur í Glasgow þessa dagana að semja tónlist við bresku kvikmyndina My Brother The Ark Raider ásamt félaga sínum Scott Twynholm. „Við Scott erum búnir að sitja við síðustu þrjá daga að leika okkur og spinna af fingrum fram. Við erum að blanda saman alls kyns ólíkum hljóðfærum og þannig að reyna að túlka þær blendnu en sterku tilfinningar sem eru í myndinni,“ segir Biggi og nefnir sem dæmi að þeir hafi dregið fram hörpu, banjó, gítar og píanó. Nýlega lauk Biggi við að semja tónlist fyrir aðra mynd, Brash Young Turks, sem er hans stærsta mynd hingað til og leikstýrt af bræðrunum Ash og Naeem Mahmood. „Ég reikna alveg með að sú mynd komi í bíóhús á Íslandi snemma á næsta ári,“ segir Biggi. Hann er nýlega fluttur aftur heim til Íslands eftir að hafa verið búsettur í Bretlandi síðustu sex ár. Hann fer þó út reglulega í alls kyns verkefni eins og þetta, auk þess sem hann reynir að taka verkefni með sér heim. „Ég var að vinna hjá Universal í London og var þar aðallega að semja fyrir auglýsingar eða stuttar kvikmyndir. Þetta er því öðruvísi en það sem ég hef verið að gera. Það er meira frelsi í þessu og ég fæ að gera þetta eftir tilfinningu. Það er ekkert of ákveðið og það er alveg frábært,“ segir Biggi. - trs Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tónlistamaðurinn Biggi Hilmars blandar saman ólíkum hljóðfærum í sínu stæsta verkefni hingað til. „Ég hef áður gert tónlistina fyrir tvær kvikmyndir í fullri lengd en þessar eru tvímælalaust stærri,“ segir tónlistamaðurinn Biggi Hilmars. Biggi er staddur í Glasgow þessa dagana að semja tónlist við bresku kvikmyndina My Brother The Ark Raider ásamt félaga sínum Scott Twynholm. „Við Scott erum búnir að sitja við síðustu þrjá daga að leika okkur og spinna af fingrum fram. Við erum að blanda saman alls kyns ólíkum hljóðfærum og þannig að reyna að túlka þær blendnu en sterku tilfinningar sem eru í myndinni,“ segir Biggi og nefnir sem dæmi að þeir hafi dregið fram hörpu, banjó, gítar og píanó. Nýlega lauk Biggi við að semja tónlist fyrir aðra mynd, Brash Young Turks, sem er hans stærsta mynd hingað til og leikstýrt af bræðrunum Ash og Naeem Mahmood. „Ég reikna alveg með að sú mynd komi í bíóhús á Íslandi snemma á næsta ári,“ segir Biggi. Hann er nýlega fluttur aftur heim til Íslands eftir að hafa verið búsettur í Bretlandi síðustu sex ár. Hann fer þó út reglulega í alls kyns verkefni eins og þetta, auk þess sem hann reynir að taka verkefni með sér heim. „Ég var að vinna hjá Universal í London og var þar aðallega að semja fyrir auglýsingar eða stuttar kvikmyndir. Þetta er því öðruvísi en það sem ég hef verið að gera. Það er meira frelsi í þessu og ég fæ að gera þetta eftir tilfinningu. Það er ekkert of ákveðið og það er alveg frábært,“ segir Biggi. - trs
Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“