Spjaldtölvuvæðing hefst í Álftanesskóla 12. desember 2012 08:00 Krakkarnir í Álftanesskóla taka nýrri tækni fagnandi, en tilraunaverkefni með notkun spjaldtölva hefst á nýju ári. Fréttablaðið/Pjetur Álftanesskóli hefur fest kaup á spjaldtölvum til kennslu í 4. og 6. bekk. Um er að ræða tilraunaverkefni sem er í samstarfi við Námsgagnastofnun og Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hægt að stýra efni eftir þörfum hvers nemanda. Nemendur og kennarar í Álftanesskóla taka nú þátt í skólaþróunarverkefni þar sem notaðar eru spjaldtölvur sem eru sérhannaðar til kennslu og náms. Sveinbjörn Markús Njálsson skólastjóri segir tækið bjóða upp á margvíslega möguleika. Námsgagnastofnun, Menntavísindasvið Háskóla Íslands og A4, sem er dreifingaraðili tölvanna, standa að verkefninu, auk Álftanesskóla. Í því felst að skólinn kaupir 30 Learnpad 2-spjaldtölvur fyrst um sinn, allt að 60 í heildina, sem notaðar verða í stærðfræðikennslu í 4. og 6. bekk. Alls fylgja 22 forrit hverri vél, sem og tólf rafbækur. Verkefnið hefst strax á nýju ári og verður tekið út af sérfræðingum Menntavísindasviðs HÍ sem munu skila lokaskýrslu um það sumarið 2014. Learnpad 2 er framleidd af breska fyrirtækinu Avantis Systems og notar Android-stýrikerfi. Á tölvunni geta nemendur nýtt sér kennsluforrit, meðal annars á Flash-formi eins og notað er á síðu Námsgagnastofnunar, Skólavefnum og Stoðkennaranum, og vafrað á öruggar síður sem kennari hefur skilgreint fyrir fram. Þá geta kennarar hagað efninu sem fer inn á hverja tölvu eftir þörfum viðkomandi nemanda. Forritin sem fylgja tölvum Álftanesskóla fjalla meðal annars um bókstafi, byrjendastærðfræði, margföldun, brotareikning, liti og form og tónlist. Þar að auki er mögulegt að sækja enn fleiri náms- og kennsluforrit á netinu. „Þessi tækni er einmitt það sem við leituðum að,“ segir Sveinbjörn. „Í Álftanesskóla er að hefjast átak í stærðfræði og við ákváðum að nýta þessa leið sem eflandi og áhugahvetjandi farveg til að efla kunnáttu og læsi nemenda í stærðfræði.“ Sveinbjörn segir vefstjórnargáttina vera einn stærsta kostinn við þessa tækni, en hún gerir kennurum kleift að stýra því efni sem er inni á vél hvers nemendahóps, eða einstaks nemanda. Ingibjörg Ásgeirsdóttir, forstjóri Námsgagnastofnunar, segir verkefnið afar spennandi. Notkun á stafrænu námsefni á spjaldtölvum geti ýtt undir sjálfstæði nemenda og skapandi nám og kennslu. „Reynslan verður þó að leiða í ljós hvaða áhrif ný tækni hefur á skólastarf og því er afar mikilvægt að markvisst sé fylgst með tilraunum af þessu tagi svo hægt verði að meta raunveruleg áhrif spjaldtölvunotkunar á skólastarf,“ segir hún. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Sjá meira
Álftanesskóli hefur fest kaup á spjaldtölvum til kennslu í 4. og 6. bekk. Um er að ræða tilraunaverkefni sem er í samstarfi við Námsgagnastofnun og Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hægt að stýra efni eftir þörfum hvers nemanda. Nemendur og kennarar í Álftanesskóla taka nú þátt í skólaþróunarverkefni þar sem notaðar eru spjaldtölvur sem eru sérhannaðar til kennslu og náms. Sveinbjörn Markús Njálsson skólastjóri segir tækið bjóða upp á margvíslega möguleika. Námsgagnastofnun, Menntavísindasvið Háskóla Íslands og A4, sem er dreifingaraðili tölvanna, standa að verkefninu, auk Álftanesskóla. Í því felst að skólinn kaupir 30 Learnpad 2-spjaldtölvur fyrst um sinn, allt að 60 í heildina, sem notaðar verða í stærðfræðikennslu í 4. og 6. bekk. Alls fylgja 22 forrit hverri vél, sem og tólf rafbækur. Verkefnið hefst strax á nýju ári og verður tekið út af sérfræðingum Menntavísindasviðs HÍ sem munu skila lokaskýrslu um það sumarið 2014. Learnpad 2 er framleidd af breska fyrirtækinu Avantis Systems og notar Android-stýrikerfi. Á tölvunni geta nemendur nýtt sér kennsluforrit, meðal annars á Flash-formi eins og notað er á síðu Námsgagnastofnunar, Skólavefnum og Stoðkennaranum, og vafrað á öruggar síður sem kennari hefur skilgreint fyrir fram. Þá geta kennarar hagað efninu sem fer inn á hverja tölvu eftir þörfum viðkomandi nemanda. Forritin sem fylgja tölvum Álftanesskóla fjalla meðal annars um bókstafi, byrjendastærðfræði, margföldun, brotareikning, liti og form og tónlist. Þar að auki er mögulegt að sækja enn fleiri náms- og kennsluforrit á netinu. „Þessi tækni er einmitt það sem við leituðum að,“ segir Sveinbjörn. „Í Álftanesskóla er að hefjast átak í stærðfræði og við ákváðum að nýta þessa leið sem eflandi og áhugahvetjandi farveg til að efla kunnáttu og læsi nemenda í stærðfræði.“ Sveinbjörn segir vefstjórnargáttina vera einn stærsta kostinn við þessa tækni, en hún gerir kennurum kleift að stýra því efni sem er inni á vél hvers nemendahóps, eða einstaks nemanda. Ingibjörg Ásgeirsdóttir, forstjóri Námsgagnastofnunar, segir verkefnið afar spennandi. Notkun á stafrænu námsefni á spjaldtölvum geti ýtt undir sjálfstæði nemenda og skapandi nám og kennslu. „Reynslan verður þó að leiða í ljós hvaða áhrif ný tækni hefur á skólastarf og því er afar mikilvægt að markvisst sé fylgst með tilraunum af þessu tagi svo hægt verði að meta raunveruleg áhrif spjaldtölvunotkunar á skólastarf,“ segir hún. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Sjá meira