Lífið

Erlendur áhuga á Eiríki Erni

Eiríkur Örn Norðdahl og Viðar Þorsteinsson.
Eiríkur Örn Norðdahl og Viðar Þorsteinsson.
Mikill áhugi er bæði í Þýskalandi og öðrum Evrópuríkjum á nýjustu bók Eiríks Arnar Norðdahl, Illsku.

Hún fjallar meðal annars um helförina og virðist það hafa vakið sérstakan áhuga hjá þýskum útgefendum.

Búið er að þýða kafla úr bókinni á ensku fyrir erlend forlög og einnig er búið að þýða þá frábæru dóma sem hún hefur fengið hér á landi.

Miðað við þau miklu viðbrögð sem Forlagið hefur fengið erlendis frá má telja næsta víst að hún verði seld til margra landa á næstunni.

Einhverjir hafa borið Illsku saman við ekki ómerkari sögur en Sláturhús fimm eftir Kurt Vonnegut og Hreinsun eftir Sofi Oksanen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×