Innlent

Nærri níu af tíu samþykktu nýjan samning

..
..

Bændur samþykktu breytingar á mjólkursamningi við ríkið með 87 prósentum atkvæða, að því er fram kemur á vef Landssambands kúabænda.

„Á kjörskrá voru 1.229, greidd atkvæði voru 443 og var þátttaka í atkvæðagreiðslunni því 36 prósent," segir á vefnum.

Samkvæmt samningnum nema árlegar greiðslur til bænda rúmum sex milljörðum króna árin 2013 til 2016. Upphæðin er verðtryggð.

Þá bætist við samninginn klausa um að hann sé gerður „með fyrirvara um hugsanlegar breytingar á þjóðréttarlegum skuldbindingum Íslands sem kunna að leiða af niðurstöðum samningaviðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu."
- ókáAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.