Hörðustu árásir Ísraela á Gasaströndina í fjögur ár 15. nóvember 2012 05:00 Fjöldi manns streymdi að eftir að árás var gerð á bifreið Ahmeds Jabari í Gasaborg. nordicphotos/aFP Yfirmaður herafla Hamas-samtakanna var fyrsta skotmark ísraelska hersins í nýrri hrinu árása gegn herskáum Palestínumönnum á Gasa. Hamas segja Ísraela hafa „opnað gáttir eigin vítis“ með árásunum. Ahmed Jabari, æðsti yfirmaður herafla Hamas-samtakanna, lét lífið þegar gerð var loftárás á Gasaborg síðdegis í gær. Sonur hans lét einnig lífið í árásinni. Fleiri árásir á að minnsta kosti tuttugu staði í Gasaborg og víðar á Gasaströnd fylgdu í kjölfarið. Ísraelar segja þetta upphafið að frekari hernaði gegn herskáum hópum Palestínumanna á Gasa, einkum þó Hamas-samtökunum. Allt benti til þess að langvarandi átök við Palestínumenn væru í uppsiglingu og Ísraelsher segist ekki útiloka landhernað í beinu framhaldi. Fjöldi manna safnaðist saman í Gasaborg í gær stuttu eftir árásina á Jabari og hvatti til hefndarárása gegn Ísrael. „Hernámsveldið hefur opnað gáttir eigin vítis,“ segir í yfirlýsingu frá Essedine el Kassam-herdeildunum, herafla Hamas-samtakanna, sem Jabari var í forystu fyrir. Aðrir hópar herskárra Palestínumanna hóta hefndum og segja engar hömlur verða á viðbrögðunum. Ísraelsk stjórnvöld hafa beðið alla íbúa í fjörutíu kílómetra radíus í kringum Gasa-svæðið að halda sig innandyra í dag af ótta við hefndaraðgerðir. Vitni segja að Jabari hafi verið á ferð í bifreið sinni í Gasaborg þegar sprengja féll á bifreiðina. Hann hefur lengi verið efstur á lista þeirra Palestínumanna sem Ísraelar vilja losna við. Utanríkisráðherrar Arababandalagsins munu koma saman til fundar vegna árásanna í Kaíró á laugardag. Þá hafa Egyptar kallað sendiherra sinn heim frá Ísrael. Ísraelski herinn réttlætir árásirnar með því að herskáir Palestínumenn á Gasaströnd hafi undanfarið skotið hundruðum sprengjuflauga yfir landamærin til Ísraels. Íbúar nálægt landamærunum hafi búið við þessa ógn árum saman. Að sögn ísraelska hersins var árásunum einkum ætlað að eyðileggja skotflaugabúnað Palestínumanna. „Jabari bar ábyrgð á því að fjármagna og stýra hernaðaraðgerðum og árásum gegn Ísrael,“ segir í tilkynningu frá ísraelsku öryggisstofnuninni Shin Bet. „Með því að ryðja honum úr vegi í dag eru send skilaboð til yfirmanna Hamas á Gasa um að ef þeir halda áfram að styðja hryðjuverk gegn Ísrael, þá mun það bitna á þeim sjálfum.“ Hamas-samtökin hafa farið með stjórn á Gasaströnd undanfarin ár, en Ísraelar hafa á meðan haldið Gasa í herkví með þeim afleiðingum að atvinnulíf þar er allt lamað og lífskjör í lágmarki. gudsteinn@frettabladid.is stigur@frettabladid.is Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Sjá meira
Yfirmaður herafla Hamas-samtakanna var fyrsta skotmark ísraelska hersins í nýrri hrinu árása gegn herskáum Palestínumönnum á Gasa. Hamas segja Ísraela hafa „opnað gáttir eigin vítis“ með árásunum. Ahmed Jabari, æðsti yfirmaður herafla Hamas-samtakanna, lét lífið þegar gerð var loftárás á Gasaborg síðdegis í gær. Sonur hans lét einnig lífið í árásinni. Fleiri árásir á að minnsta kosti tuttugu staði í Gasaborg og víðar á Gasaströnd fylgdu í kjölfarið. Ísraelar segja þetta upphafið að frekari hernaði gegn herskáum hópum Palestínumanna á Gasa, einkum þó Hamas-samtökunum. Allt benti til þess að langvarandi átök við Palestínumenn væru í uppsiglingu og Ísraelsher segist ekki útiloka landhernað í beinu framhaldi. Fjöldi manna safnaðist saman í Gasaborg í gær stuttu eftir árásina á Jabari og hvatti til hefndarárása gegn Ísrael. „Hernámsveldið hefur opnað gáttir eigin vítis,“ segir í yfirlýsingu frá Essedine el Kassam-herdeildunum, herafla Hamas-samtakanna, sem Jabari var í forystu fyrir. Aðrir hópar herskárra Palestínumanna hóta hefndum og segja engar hömlur verða á viðbrögðunum. Ísraelsk stjórnvöld hafa beðið alla íbúa í fjörutíu kílómetra radíus í kringum Gasa-svæðið að halda sig innandyra í dag af ótta við hefndaraðgerðir. Vitni segja að Jabari hafi verið á ferð í bifreið sinni í Gasaborg þegar sprengja féll á bifreiðina. Hann hefur lengi verið efstur á lista þeirra Palestínumanna sem Ísraelar vilja losna við. Utanríkisráðherrar Arababandalagsins munu koma saman til fundar vegna árásanna í Kaíró á laugardag. Þá hafa Egyptar kallað sendiherra sinn heim frá Ísrael. Ísraelski herinn réttlætir árásirnar með því að herskáir Palestínumenn á Gasaströnd hafi undanfarið skotið hundruðum sprengjuflauga yfir landamærin til Ísraels. Íbúar nálægt landamærunum hafi búið við þessa ógn árum saman. Að sögn ísraelska hersins var árásunum einkum ætlað að eyðileggja skotflaugabúnað Palestínumanna. „Jabari bar ábyrgð á því að fjármagna og stýra hernaðaraðgerðum og árásum gegn Ísrael,“ segir í tilkynningu frá ísraelsku öryggisstofnuninni Shin Bet. „Með því að ryðja honum úr vegi í dag eru send skilaboð til yfirmanna Hamas á Gasa um að ef þeir halda áfram að styðja hryðjuverk gegn Ísrael, þá mun það bitna á þeim sjálfum.“ Hamas-samtökin hafa farið með stjórn á Gasaströnd undanfarin ár, en Ísraelar hafa á meðan haldið Gasa í herkví með þeim afleiðingum að atvinnulíf þar er allt lamað og lífskjör í lágmarki. gudsteinn@frettabladid.is stigur@frettabladid.is
Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Sjá meira