Erlent

Grikkir bíða nú næstu greiðslu

Antonis Samaras tekur í hendur ráðherra í lok þingfundar.
Antonis Samaras tekur í hendur ráðherra í lok þingfundar. nordicphotos/AFP
Grikkland, APGrísk stjórnvöld gera sér vonir um að fjármálaráðherrar evruríkjanna sautján ákveði að greiða Grikkjum næstu útborgun úr stöðugleikasjóði ESB. Gríska þingið samþykkti naumlega á miðvikudagskvöld nýjasta niðurskurðarfrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem er skilyrði frekari fjárhagsaðstoðar.

Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, segir þó ólíklegt að ákvörðun verði tekin í næstu viku. Þjóðverjar vilja helst að Grikkir afgreiði fyrst fjárlög fyrir næsta ár.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×