Obama mun sigurstranglegri 6. nóvember 2012 07:00 Kosið verður til forseta og þings í Bandaríkjunum í kvöld. Valið um forseta stendur milli Barack Obama og Mitt Romney, en Obama er talinn líklegur til að verða við stjórnvölinn í Hvíta húsinu næstu fjögur árin. Fyrstu tölur ættu að berast upp úr klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. NiordicPhotos/AFP Komið er að úrslitastund í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Barack Obama þykir líklegri til að hrósa sigri, en Mitt Romney heldur enn í vonina. Stjórnmálafræðingur spáir hörðum deilum á komandi árum. Barack Obama Bandaríkjaforseti getur verið hæfilega bjartsýnn fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nótt, enda benda flestar skoðanakannanir til þess að hann muni tryggja sér þá 270 kjörmenn sem hann þarf til að hreppa hnossið. Raunar eru helstu sérfræðingar, Nate Silver hjá New York Times og vefurinn RealClearPolitics, á því að Obama muni fá rúmlega 300 af kjörmönnunum 538. Í þeim tólf ríkjum þar sem munurinn milli frambjóðendanna er enn innan skekkjumarka leiðir Obama í tíu en Mitt Romney aðeins í tveimur; Flórída og Norður-Karólínu. Nú stendur keppnin um hin fjögur prósent sem eru óákveðin í lykilríkjunum og frambjóðendurnir heimsóttu átta mikilvægustu ríkin í gær. Þeir eru því á miklum endaspretti eftir gríðarlega langa og harðskeytta kosningatörn sem verður sennilega helst minnst fyrir þær metfjárhæðir sem varið hefur verið til hennar. Alls er talið að um sex milljörðum dala hafi verið eytt í kosningar til þings og forseta sem lýkur í kvöld. James Thurber, prófessor í stjórnmálafræði við American University og einn af virtari stjórnmálaskýrendum í Bandaríkjunum, hélt fyrirlestur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í gær þar sem hann sagði að flest benti til þess að Obama myndi vinna. Vissulega ættu kjósendur flestir enn eftir að að skila sér á kjörstað, en sú spenna sem látið væri með í fjölmiðlum væri ofmetin. Thurber sagði að Obama hefði tekið afgerandi forystu strax eftir aðrar sjónvarpskappræðurnar við Romney. Hinn síðarnefndi hefði óvænt komist inn í slaginn eftir að Obama hefði staðið sig herfilega í fyrstu kappræðunum. Eftir að forsetinn rétti sinn hlut í öðrum kappræðunum hefur hann haft vind í seglin þó að ekki sé mikill munur á frambjóðendunum í könnunum á landsvísu. Kosningarnar til öldunga- og fulltrúadeildar þingsins hafa ekki síður verið harkalegar, en ekki er útlit fyrir að valdahlutföll breytist mikið. Kjörstöðum í fyrstu lykilríkjum verður lokað á bilinu eitt til tvö í nótt að íslenskum tíma og ættu línur að skýrast strax í framhaldinu. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Komið er að úrslitastund í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Barack Obama þykir líklegri til að hrósa sigri, en Mitt Romney heldur enn í vonina. Stjórnmálafræðingur spáir hörðum deilum á komandi árum. Barack Obama Bandaríkjaforseti getur verið hæfilega bjartsýnn fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nótt, enda benda flestar skoðanakannanir til þess að hann muni tryggja sér þá 270 kjörmenn sem hann þarf til að hreppa hnossið. Raunar eru helstu sérfræðingar, Nate Silver hjá New York Times og vefurinn RealClearPolitics, á því að Obama muni fá rúmlega 300 af kjörmönnunum 538. Í þeim tólf ríkjum þar sem munurinn milli frambjóðendanna er enn innan skekkjumarka leiðir Obama í tíu en Mitt Romney aðeins í tveimur; Flórída og Norður-Karólínu. Nú stendur keppnin um hin fjögur prósent sem eru óákveðin í lykilríkjunum og frambjóðendurnir heimsóttu átta mikilvægustu ríkin í gær. Þeir eru því á miklum endaspretti eftir gríðarlega langa og harðskeytta kosningatörn sem verður sennilega helst minnst fyrir þær metfjárhæðir sem varið hefur verið til hennar. Alls er talið að um sex milljörðum dala hafi verið eytt í kosningar til þings og forseta sem lýkur í kvöld. James Thurber, prófessor í stjórnmálafræði við American University og einn af virtari stjórnmálaskýrendum í Bandaríkjunum, hélt fyrirlestur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í gær þar sem hann sagði að flest benti til þess að Obama myndi vinna. Vissulega ættu kjósendur flestir enn eftir að að skila sér á kjörstað, en sú spenna sem látið væri með í fjölmiðlum væri ofmetin. Thurber sagði að Obama hefði tekið afgerandi forystu strax eftir aðrar sjónvarpskappræðurnar við Romney. Hinn síðarnefndi hefði óvænt komist inn í slaginn eftir að Obama hefði staðið sig herfilega í fyrstu kappræðunum. Eftir að forsetinn rétti sinn hlut í öðrum kappræðunum hefur hann haft vind í seglin þó að ekki sé mikill munur á frambjóðendunum í könnunum á landsvísu. Kosningarnar til öldunga- og fulltrúadeildar þingsins hafa ekki síður verið harkalegar, en ekki er útlit fyrir að valdahlutföll breytist mikið. Kjörstöðum í fyrstu lykilríkjum verður lokað á bilinu eitt til tvö í nótt að íslenskum tíma og ættu línur að skýrast strax í framhaldinu. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira