Lækkanir eiga að ganga til baka 26. október 2012 07:30 Birgir Þórarinsson Skerðingar á greiðslum til elli- og örorkulífeyrisþega ganga ekki til baka nema í tengslum við heildarendurskoðun á almannatryggingakerfinu. Þetta kom fram í svari Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á alþingi í gær. Birgir Þórarinsson, varaþingmaður Framsóknarflokks fyrir Sigurð Inga Þórhallsson, spurði hvenær þess væri að vænta að afnumin yrðu bráðabirgðaákvæði um að taka lífeyris skerði bætur almannatryggingar. Hann benti á að þótt tekjutenging skerðingar hefði ekki áhrif nema ef lífeyrisgreiðslur væru yfir 200 þúsund krónum á mánuði, þá væri þarna um að tefla upphæðir sem hefðu veruleg áhrif á kjör margra eldri borgara. Þeir hefðu í hruninu orðið fyrir meiri kjaraskerðingu en margir aðrir hópar. Guðbjartur benti á að endurskoðun væri í gangi og hluti af því sem menn vildu ná fram væri að ávinningurinn af því að hafa greitt í lífeyrissjóð skilaði sér til eldri borgara og öryrkja. „Við deilum ekki um það að það á að sjálfsögðu að tryggja að lækkanir til eldri borgara gangi til baka," sagði hann og kvað hugmyndirnar um breytingar á almannatryggingakerfinu ganga út á að ávinningurinn af lífeyrissjóðunum yrði sýnilegur. „Hvenær þetta gengur til baka hangir saman við heildarendurskoðunina." - óká Fréttir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Skerðingar á greiðslum til elli- og örorkulífeyrisþega ganga ekki til baka nema í tengslum við heildarendurskoðun á almannatryggingakerfinu. Þetta kom fram í svari Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á alþingi í gær. Birgir Þórarinsson, varaþingmaður Framsóknarflokks fyrir Sigurð Inga Þórhallsson, spurði hvenær þess væri að vænta að afnumin yrðu bráðabirgðaákvæði um að taka lífeyris skerði bætur almannatryggingar. Hann benti á að þótt tekjutenging skerðingar hefði ekki áhrif nema ef lífeyrisgreiðslur væru yfir 200 þúsund krónum á mánuði, þá væri þarna um að tefla upphæðir sem hefðu veruleg áhrif á kjör margra eldri borgara. Þeir hefðu í hruninu orðið fyrir meiri kjaraskerðingu en margir aðrir hópar. Guðbjartur benti á að endurskoðun væri í gangi og hluti af því sem menn vildu ná fram væri að ávinningurinn af því að hafa greitt í lífeyrissjóð skilaði sér til eldri borgara og öryrkja. „Við deilum ekki um það að það á að sjálfsögðu að tryggja að lækkanir til eldri borgara gangi til baka," sagði hann og kvað hugmyndirnar um breytingar á almannatryggingakerfinu ganga út á að ávinningurinn af lífeyrissjóðunum yrði sýnilegur. „Hvenær þetta gengur til baka hangir saman við heildarendurskoðunina." - óká
Fréttir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira