Lífið

Eignaðist son

Orðin mamma Adele eignaðist son um helgina. Nordicphotos/getty
Orðin mamma Adele eignaðist son um helgina. Nordicphotos/getty
Breska söngkonan Adele og unnusti hennar Simon Konecki eignuðust son um helgina. Talsmaður Adele staðfesti gleðifregnirnar í samtali við People og segir nýbökuðu foreldrana í skýjunum yfir guttanum.

Þetta er fyrsta barn parsins, en söngkonan sigursæla dró sig út úr sviðsljósinu á meðan á meðgöngunni stóð. Adele bað fjölmiðla og aðdáendur vinsamlegast að virða sitt einkalíf er hún opinberaði óléttuna í júní. Eitt ár er síðan söngkonan og Konecki byrjuðu saman.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×