Framlag Finna til Óskarsverðlaunanna 25. október 2012 17:00 Finnska kvikmyndin Purge er frumsýnd í kvöld. Myndin er byggð á metsölubókinni Hreinsun eftir Sofi Oksanen. Kvikmyndin Hreinsun er framlag Finna til Óskarsverðlaunanna í ár og er byggð á samnefndri metsölubók höfundarins Sofi Oksanen. Sagan segir frá Aliide og Zöru sem hafa báðar upplifað ofbeldi og grimmd á ævi sinni en ætla sér að lifa af. Aliide Truu er gömul kona sem býr í litlu þorpi í Eistlandi. Dag einn finnur hún unga stúlku að nafni Zara liggjandi í garði sínum. Þótt Aliide sér tortryggin í garð stúlkunnar aumkar hún sig yfir hana og býður henni inn til sín. Það kemur í ljós að konurnar eru skyldar, Zara er barnabarn systur Aliide og var á flótta undan rússnesku mafíunni sem hafði selt hana mansali til Þýskalands. Myndin segir tvær sögur; sögu Zöru og sögu hinnar ungu Aliide á tímum síðari heimstyrjaldarinnar. Ferðast er aftur til tímans fyrir stríð þegar Aliide og systir hennar lifa áhyggjulausu lífi í eistneska þorpinu sínu. Þegar stríðið skellur á upplifir Aliide ýmsar hörmungar auk nauðungarflutninga Eistlendinga til Síberíu, grimmdarlegar yfirheyrslur og dauðsföll. Oksanen lærði leikhúsfræði og var Hreinsun upphaflega skrifað sem leikrit sem sýnt var við gríðarlegar vinsældir í finnska þjóðleikhúsinu. Verkið var sett upp í Þjóðleikhúsinu árið 2011 við góðar undirtektir. Laura Birn og Liisi Tandefelt fara með hlutverk Aliide Truu á ólíkum æviskeiðum og Amanda Pilke leikur Zöru. Með önnur hlutverk í myndinni fara Peter Franzén, Krista Kosonen og Tommi Korpela. Leikstjóri myndarinnar er Antti Jokinen en hann skrifaði einnig handritið að myndinni ásamt Marko Leino. Myndin hlýtur fína dóma á vefsíðunni Imdb.com sem gefur henni 76 prósent af hundraði. Fréttir Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Finnska kvikmyndin Purge er frumsýnd í kvöld. Myndin er byggð á metsölubókinni Hreinsun eftir Sofi Oksanen. Kvikmyndin Hreinsun er framlag Finna til Óskarsverðlaunanna í ár og er byggð á samnefndri metsölubók höfundarins Sofi Oksanen. Sagan segir frá Aliide og Zöru sem hafa báðar upplifað ofbeldi og grimmd á ævi sinni en ætla sér að lifa af. Aliide Truu er gömul kona sem býr í litlu þorpi í Eistlandi. Dag einn finnur hún unga stúlku að nafni Zara liggjandi í garði sínum. Þótt Aliide sér tortryggin í garð stúlkunnar aumkar hún sig yfir hana og býður henni inn til sín. Það kemur í ljós að konurnar eru skyldar, Zara er barnabarn systur Aliide og var á flótta undan rússnesku mafíunni sem hafði selt hana mansali til Þýskalands. Myndin segir tvær sögur; sögu Zöru og sögu hinnar ungu Aliide á tímum síðari heimstyrjaldarinnar. Ferðast er aftur til tímans fyrir stríð þegar Aliide og systir hennar lifa áhyggjulausu lífi í eistneska þorpinu sínu. Þegar stríðið skellur á upplifir Aliide ýmsar hörmungar auk nauðungarflutninga Eistlendinga til Síberíu, grimmdarlegar yfirheyrslur og dauðsföll. Oksanen lærði leikhúsfræði og var Hreinsun upphaflega skrifað sem leikrit sem sýnt var við gríðarlegar vinsældir í finnska þjóðleikhúsinu. Verkið var sett upp í Þjóðleikhúsinu árið 2011 við góðar undirtektir. Laura Birn og Liisi Tandefelt fara með hlutverk Aliide Truu á ólíkum æviskeiðum og Amanda Pilke leikur Zöru. Með önnur hlutverk í myndinni fara Peter Franzén, Krista Kosonen og Tommi Korpela. Leikstjóri myndarinnar er Antti Jokinen en hann skrifaði einnig handritið að myndinni ásamt Marko Leino. Myndin hlýtur fína dóma á vefsíðunni Imdb.com sem gefur henni 76 prósent af hundraði.
Fréttir Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira