Grafa goshús upp og byggja hvolfþak yfir 20. október 2012 08:00 Kraftur er nú í uppgreftri húss Gerðar G. Sigurðardóttur og Guðna Ólafssonar heitins. Til þess er tekið hversu heilleg málningin er á húsinu. Gerður G. Sigurðardóttir varð öskuill þegar eldgos gleypti nýja húsið hennar í Vestmannaeyjum fyrir 39 árum. Nú er verið að grafa húsið upp. Það verður miðpunktur gosminjasafns. Forréttindi að sjá jörðina opnast, segir Gerður. „Þetta hvílir á mér,“ segir Gerður G. Sigurðardóttir úr Vestmannaeyjum. Verið er að grafa upp íbúðarhús Gerðar sem hvarf undir fimmtán metra lag af vikri í Vestmannaeyjagosinu aðfaranótt 23. janúar 1973. Byggja á skála yfir hús Gerðar sem vera á miðpunktur í gosminjasafninu Eldheimum. Allt á að vera tilbúið fyrir fjörutíu ára goslokahátíð á næsta ári. Gerður segir eiginmann sinn, Guðna Ólafsson heitinn, hafa lagt mikla áherslu á að hús þeirra á Gerðisbraut 10 yrði vel byggt og ekkert til þess sparað. Um einu og hálfu ári fyrir gos hafi húsið verið komið í toppstand. Örlaganóttina miklu voru synir þeirra, sjö og fimm ára og sá þriðji í vöggu, sofnaðir þegar hún sá mikla birtu í austurglugga. „Þegar ég dró frá var komin þessi feikna eldsúla. Ég kallaði í manninn minn og það voru forréttindi hjá okkur að fá að sjá jörðina opnast eins og rennilás aðeins fjögur hundruð metra frá okkur og steina og torf flygsast og þjóta upp í loftið,“ lýsir Gerður því sem blasti við þeim hjónum. „Vá, er komið aftur gamlárskvöld,“ lagði fimm ára sonur þeirra til málanna þegar flótti var undirbúinn í skyndingu. „Við vorum bara búin að búa í húsinu tipp-topp í eitt ár og hálft ár. Þó ég hafi verið ofsalega hrædd þá hafði reiðin vinninginn,“ segir Gerður um það tilfinningaflóð sem fór um hana er fjölskyldan neyddist til að flýja heimilið. „Þegar ég opnaði útidyrnar og sá eldinn og súlurnar upp í loftið þá hugsaði ég með mér; „Nú hljótum við að deyja þarna á tröppunum.“ Það er kraftaverk að enginn skyldi farast,“ segir Gerður. Uppgröfturinn hefur nú staðið með hléum í nokkur ár. Sumarið 2010 stakk Gerður sér inn um þvottahúsgluggann á húsinu með einum sona sinna og dóttur. „Manni varð um að sjá heimili sitt yfirgefið eftir allan þennan tíma. Ég saknaði þess að hafa ekki manninn með. Það vantaði hann,“ segir hún en kveðst sátt við að hafa leyft uppgröftinn. „Nú er ég mjög ánægð vegna þess að ég hafði rétt fyrir mér; húsið mitt stendur.“gar@frettabladid.is Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Söfn Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Gerður G. Sigurðardóttir varð öskuill þegar eldgos gleypti nýja húsið hennar í Vestmannaeyjum fyrir 39 árum. Nú er verið að grafa húsið upp. Það verður miðpunktur gosminjasafns. Forréttindi að sjá jörðina opnast, segir Gerður. „Þetta hvílir á mér,“ segir Gerður G. Sigurðardóttir úr Vestmannaeyjum. Verið er að grafa upp íbúðarhús Gerðar sem hvarf undir fimmtán metra lag af vikri í Vestmannaeyjagosinu aðfaranótt 23. janúar 1973. Byggja á skála yfir hús Gerðar sem vera á miðpunktur í gosminjasafninu Eldheimum. Allt á að vera tilbúið fyrir fjörutíu ára goslokahátíð á næsta ári. Gerður segir eiginmann sinn, Guðna Ólafsson heitinn, hafa lagt mikla áherslu á að hús þeirra á Gerðisbraut 10 yrði vel byggt og ekkert til þess sparað. Um einu og hálfu ári fyrir gos hafi húsið verið komið í toppstand. Örlaganóttina miklu voru synir þeirra, sjö og fimm ára og sá þriðji í vöggu, sofnaðir þegar hún sá mikla birtu í austurglugga. „Þegar ég dró frá var komin þessi feikna eldsúla. Ég kallaði í manninn minn og það voru forréttindi hjá okkur að fá að sjá jörðina opnast eins og rennilás aðeins fjögur hundruð metra frá okkur og steina og torf flygsast og þjóta upp í loftið,“ lýsir Gerður því sem blasti við þeim hjónum. „Vá, er komið aftur gamlárskvöld,“ lagði fimm ára sonur þeirra til málanna þegar flótti var undirbúinn í skyndingu. „Við vorum bara búin að búa í húsinu tipp-topp í eitt ár og hálft ár. Þó ég hafi verið ofsalega hrædd þá hafði reiðin vinninginn,“ segir Gerður um það tilfinningaflóð sem fór um hana er fjölskyldan neyddist til að flýja heimilið. „Þegar ég opnaði útidyrnar og sá eldinn og súlurnar upp í loftið þá hugsaði ég með mér; „Nú hljótum við að deyja þarna á tröppunum.“ Það er kraftaverk að enginn skyldi farast,“ segir Gerður. Uppgröfturinn hefur nú staðið með hléum í nokkur ár. Sumarið 2010 stakk Gerður sér inn um þvottahúsgluggann á húsinu með einum sona sinna og dóttur. „Manni varð um að sjá heimili sitt yfirgefið eftir allan þennan tíma. Ég saknaði þess að hafa ekki manninn með. Það vantaði hann,“ segir hún en kveðst sátt við að hafa leyft uppgröftinn. „Nú er ég mjög ánægð vegna þess að ég hafði rétt fyrir mér; húsið mitt stendur.“gar@frettabladid.is
Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Söfn Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira