Hasselhoff til landsins 18. október 2012 00:01 Þýskættaði leikarinn og söngvarinn David Hasselhoff ætlar að skemmta landanum í febrúar. Hann lofar miklu stuði og er opinn fyrir að skoða hvort hann geti fengið íslenska dansara til að koma fram með sér á tónleikunum. nordicphotos/getty Bandaríski leikarinn og söngvarinn David Hasselhoff heldur tónleika á Íslandi þann 24. febrúar næstkomandi. „Ég hef fengið þær upplýsingar að hann sé mjög spenntur fyrir því að koma hingað og ætli að taka sér nokkra daga i kringum tónleikana til að kynna sér land og þjóð,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck hjá fyrirtækinu Reykjavík Rocks sem stendur að komu Hasselhoff til landsins. Unnar Helgi segir það ekki hafa verið erfitt að sannfæra Hasselhoff um að spila fyrir landann. „Hann lofar skemmtilegum tónleikum og ég er alveg viss um að þetta verður ógleymanlegt fyrir tónleikagesti. Undanfarið hef ég verið að fletta honum upp á You Tube og það er ekkert annað en snilld.“ Ekki hefur verið gengið endanlega frá tónleikstað fyrir Hasselhoff en Vodafone-höllin og Höllin koma helst til greina. David Hasselhoff fagnaði sextugsafmælinu sínu í sumar en hann er hvað frægastur fyrir hlutverk sitt sem Mitch Buchannon í sjónvarpsþáttunum Baywatch. Þættirnir um strandverðina í Los Angeles ættu að vera Íslendingum vel kunnir, en þeir nutu sérstaklega mikilla vinsælda á tíunda áratugnum. Hasselhoff söng einmitt frægt upphafslag þáttana. Undanfarin ár hefur Hasselhoff vakið athygli sem dómari í raunveraleikaþættinum America"s Got Talent og Britain's Got Talent. Á tónleikum syngur Hasselhoff eigið efni í bland við lög annarra.Hann kemur fram ásamt hópi dansara, en Unnar Helgi segir söngvarann opinn fyrir að skoða hvort hann geti fengið íslenska dansara til liðs við sig. „Umboðsmaðurinn segir að Hasselhoff vilji skoða hvort það komi til greina að nota dansara héðan, en það mál er í skoðun,“ segir Unnar Helgi, sem nú þegar er byrjaður að líta í kringum sig eftir tónlistarmanni til að hita upp fyrir Hasselhoff. Tónlist Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Bandaríski leikarinn og söngvarinn David Hasselhoff heldur tónleika á Íslandi þann 24. febrúar næstkomandi. „Ég hef fengið þær upplýsingar að hann sé mjög spenntur fyrir því að koma hingað og ætli að taka sér nokkra daga i kringum tónleikana til að kynna sér land og þjóð,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck hjá fyrirtækinu Reykjavík Rocks sem stendur að komu Hasselhoff til landsins. Unnar Helgi segir það ekki hafa verið erfitt að sannfæra Hasselhoff um að spila fyrir landann. „Hann lofar skemmtilegum tónleikum og ég er alveg viss um að þetta verður ógleymanlegt fyrir tónleikagesti. Undanfarið hef ég verið að fletta honum upp á You Tube og það er ekkert annað en snilld.“ Ekki hefur verið gengið endanlega frá tónleikstað fyrir Hasselhoff en Vodafone-höllin og Höllin koma helst til greina. David Hasselhoff fagnaði sextugsafmælinu sínu í sumar en hann er hvað frægastur fyrir hlutverk sitt sem Mitch Buchannon í sjónvarpsþáttunum Baywatch. Þættirnir um strandverðina í Los Angeles ættu að vera Íslendingum vel kunnir, en þeir nutu sérstaklega mikilla vinsælda á tíunda áratugnum. Hasselhoff söng einmitt frægt upphafslag þáttana. Undanfarin ár hefur Hasselhoff vakið athygli sem dómari í raunveraleikaþættinum America"s Got Talent og Britain's Got Talent. Á tónleikum syngur Hasselhoff eigið efni í bland við lög annarra.Hann kemur fram ásamt hópi dansara, en Unnar Helgi segir söngvarann opinn fyrir að skoða hvort hann geti fengið íslenska dansara til liðs við sig. „Umboðsmaðurinn segir að Hasselhoff vilji skoða hvort það komi til greina að nota dansara héðan, en það mál er í skoðun,“ segir Unnar Helgi, sem nú þegar er byrjaður að líta í kringum sig eftir tónlistarmanni til að hita upp fyrir Hasselhoff.
Tónlist Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira