Endurvinnslustöðin við Réttarhvamm á Akureyri verður flutt að Furuvöllum 11 á næstu dögum. Móttakan lokaði á miðvikudag vegna flutninganna og opnar aftur næsta miðvikudag.
Þetta þýðir að ekki verður hægt að koma með flöskur og dósir til endurvinnslu, tekið verður á móti öllu öðru sorpi á gámasvæðinu í Réttarhvammi.
Frá því er greint á vef Akureyrar vikublaðs að aðstaðan muni batna töluvert við flutningana og mun meðal annars verða mögulegt að flokka þar plast. - sv
Endurvinnslan á Akureyri flutt
