Bæjarstjórinn biður undirmanni vægðar 3. september 2012 01:00 Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri á Hornafirði segir málin hafa verið slitin úr samhengi í fréttaflutningi af margfaldri umframeyðslu vegna sjónvarpsþátta.Fréttablaðið/Anton Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Hornafirði, vill að starfsmaður sveitarfélagsins sem sendur var í leyfi vegna gríðarlegrar umframeyðslu bæjarsjóðs í tengslum við gerð sjónvarpsþátta fái að snúa aftur. Eins og fram hefur komið er kostnaður sveitarfélagsins vegna sjónvarpsþáttanna sem RÚV gerði á Höfn í júní áætlaður 13,8 milljónir króna. Aðeins hafði verið samþykkt að verja þremur milljónum í verkefnið. Á bæjarstjórnarfundi 23. ágúst sagði Hjalti málið hafa verið "slitin út samhengi" í fréttaflutningi. "Mér finnst núna, eftir þennan fréttaflutning, í sjálfu sér algerlega verið nóg komið gagnvart þessum starfsmanni," sagði bæjarstjórinn og undirstrikaði ítrekað að það væri hann sjálfur sem bæjarstjóri sem bæri ábyrgð á stjórnsýslu sveitarfélagsins. Sín lífsspeki væri að allir gerðu mistök. "Og það gerðu fleiri sín mistök en það er líka þannig, sérstaklega þegar menn iðrast, eins og ég vill meina að menn geri í þessu tilfelli – þá eiga menn skilið fyrirgefningu, menn eiga skilið svigrúm til þess að rísa á fætur og halda áfram," sagði bæjarstjórinn. Hjalti sagði viðkomandi starfsmann hafa lagt gríðarlega hart að sér í störfum fyrir sveitarfélagið og haft meira á sinni könnu en nokkur annar starfsmaður sveitarfélagsins. "Ég óska þess að viðkomandi starfsmaður fái núna það svigrúm – og fái aftur það traust til að fóta sig að nýju hér innan sveitarfélagsins," biðlaði Hjalti til bæjarfulltrúanna og nefndi dæmi um störf viðkomandi manns fyrir sveitarfélagið: "Það var hann öðrum fremur í hruninu sem tryggði það að sveitarfélagið varði sínar peningalegu eignir. Það var þessi starfsmaður sem leitaði eftir upplýsingum í Landsbankanum um hvað væri að gerast með peningamarkaðssjóðina, fékk upplýsingar og við brugðumst við með þeim hætti að við færðum það inn í innlánsreikninga. Eigum við að stroka yfir þessi verk? Eða eigum við núna að segja: Heyrðu, ókei, hérna – þetta eru vextirnir af þessum tvö hundruð milljónum? Nei, ég bara, vitið það; við verðum auðvitað að gera málin upp í samhengi." Fulltrúar minnihluta í bæjarstjórn bentu á að aðeins fáum dögum fyrir upptökurnar hefði verið haldinn sérstakur fundur í bæjarráði um málið án þess að spilin væru lögð á borðið. "Það kom aldrei fram að við værum komin fram úr þeim fjárheimildum sem við höfðum áður samþykkt," sagði Björn Ingi Jónsson úr Sjálfstæðisflokki og minnti á að framsókn væri með hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Reynir Arnarson, formaður bæjarráðs, sagði framsóknarmenn axla sína ábyrgð en ekki væri hægt að spóla til baka og byrja upp á nýtt. "Látum tímann leiða það í ljós hvernig þetta verk verður dæmt í framtíðinni," sagði Reynir. gar@frettabladid.is Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Sjá meira
Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Hornafirði, vill að starfsmaður sveitarfélagsins sem sendur var í leyfi vegna gríðarlegrar umframeyðslu bæjarsjóðs í tengslum við gerð sjónvarpsþátta fái að snúa aftur. Eins og fram hefur komið er kostnaður sveitarfélagsins vegna sjónvarpsþáttanna sem RÚV gerði á Höfn í júní áætlaður 13,8 milljónir króna. Aðeins hafði verið samþykkt að verja þremur milljónum í verkefnið. Á bæjarstjórnarfundi 23. ágúst sagði Hjalti málið hafa verið "slitin út samhengi" í fréttaflutningi. "Mér finnst núna, eftir þennan fréttaflutning, í sjálfu sér algerlega verið nóg komið gagnvart þessum starfsmanni," sagði bæjarstjórinn og undirstrikaði ítrekað að það væri hann sjálfur sem bæjarstjóri sem bæri ábyrgð á stjórnsýslu sveitarfélagsins. Sín lífsspeki væri að allir gerðu mistök. "Og það gerðu fleiri sín mistök en það er líka þannig, sérstaklega þegar menn iðrast, eins og ég vill meina að menn geri í þessu tilfelli – þá eiga menn skilið fyrirgefningu, menn eiga skilið svigrúm til þess að rísa á fætur og halda áfram," sagði bæjarstjórinn. Hjalti sagði viðkomandi starfsmann hafa lagt gríðarlega hart að sér í störfum fyrir sveitarfélagið og haft meira á sinni könnu en nokkur annar starfsmaður sveitarfélagsins. "Ég óska þess að viðkomandi starfsmaður fái núna það svigrúm – og fái aftur það traust til að fóta sig að nýju hér innan sveitarfélagsins," biðlaði Hjalti til bæjarfulltrúanna og nefndi dæmi um störf viðkomandi manns fyrir sveitarfélagið: "Það var hann öðrum fremur í hruninu sem tryggði það að sveitarfélagið varði sínar peningalegu eignir. Það var þessi starfsmaður sem leitaði eftir upplýsingum í Landsbankanum um hvað væri að gerast með peningamarkaðssjóðina, fékk upplýsingar og við brugðumst við með þeim hætti að við færðum það inn í innlánsreikninga. Eigum við að stroka yfir þessi verk? Eða eigum við núna að segja: Heyrðu, ókei, hérna – þetta eru vextirnir af þessum tvö hundruð milljónum? Nei, ég bara, vitið það; við verðum auðvitað að gera málin upp í samhengi." Fulltrúar minnihluta í bæjarstjórn bentu á að aðeins fáum dögum fyrir upptökurnar hefði verið haldinn sérstakur fundur í bæjarráði um málið án þess að spilin væru lögð á borðið. "Það kom aldrei fram að við værum komin fram úr þeim fjárheimildum sem við höfðum áður samþykkt," sagði Björn Ingi Jónsson úr Sjálfstæðisflokki og minnti á að framsókn væri með hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Reynir Arnarson, formaður bæjarráðs, sagði framsóknarmenn axla sína ábyrgð en ekki væri hægt að spóla til baka og byrja upp á nýtt. "Látum tímann leiða það í ljós hvernig þetta verk verður dæmt í framtíðinni," sagði Reynir. gar@frettabladid.is
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Sjá meira