Innlent

Sjómælingabátur við eftirlit

við eftirlit Vel hefur gengið að nýta Baldur við fiskveiðieftirlit.
mynd/Guðmundur B. A.
við eftirlit Vel hefur gengið að nýta Baldur við fiskveiðieftirlit. mynd/Guðmundur B. A.
Eftirlits- og sjómælingabáturinn Baldur hefur í sumar verið notaður við sameiginlegt fiskveiðieftirlit Landhelgisgæslunnar og Fiskistofu. Eftirlitinu er þannig háttað að eftirlitsmenn Fiskistofu fara um borð í bátana, fara yfir veiðarfæri, afla, lögskráningu, samsetningu afla og afladagbækur. Hjá grásleppubátum er einnig kannaður netafjöldi, sem má vera 100 net á hvern lögskráðan skipverja um borð.

Landhelgisgæslan hefur umsjón með Baldri, leggur til mannskap og búnað vegna hans.- shá



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×