Rappar um einelti á nýrri plötu 31. ágúst 2012 09:00 gummzter Rapparinn Gummzter gefur í næstu viku út plötuna Í þínum sporum.fréttablaðið/anton „Vonandi mun það hjálpa þeim sem eru í svipuðum sporum. Ekki gefast upp," segir rapparinn Gummzter úr Mosfellsbæ um lagið sitt Í þínum sporum. Það fjallar um einelti og er að finna á annarri plötu hans, Fullorðinn, sem kemur út í næstu viku. „Þetta er persónulegasta lagið á plötunni," segir Gummzter, eða Guðmundur Snorri Sigurðsson, sem varð sjálfur fyrir einelti í grunnskóla. „Það hætti í tíunda bekk þegar ég byrjaði í rappinu." Fyrsta plata Gummzters kom út fyrir þremur árum. Eftir það lagði hann rappið nánast á hilluna í um tvö ár en fór þá að búa til sína eigin takta og kviknaði þá neistinn á nýjan leik. „Fyrsta platan var rosalega þung og tilfinningaþrungin. Þessi er aðeins léttari," segir hann. Fimm mismunandi taktsmiðir koma við sögu á plötunni og er hún ein fjölbreyttasta rappplata sem hefur komið út á Íslandi að mati Gummzters. Hann varð tvítugur í sumar og ákvað því að skíra plötuna Fullorðinn. Hún verður fáanleg ókeypis á síðu hans Gummzter.com. Einnig verður hægt að kaupa hana og styrkja þar með listamanninn á Tonlist.is og Gogoyoko.com.- fb Lífið Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Vonandi mun það hjálpa þeim sem eru í svipuðum sporum. Ekki gefast upp," segir rapparinn Gummzter úr Mosfellsbæ um lagið sitt Í þínum sporum. Það fjallar um einelti og er að finna á annarri plötu hans, Fullorðinn, sem kemur út í næstu viku. „Þetta er persónulegasta lagið á plötunni," segir Gummzter, eða Guðmundur Snorri Sigurðsson, sem varð sjálfur fyrir einelti í grunnskóla. „Það hætti í tíunda bekk þegar ég byrjaði í rappinu." Fyrsta plata Gummzters kom út fyrir þremur árum. Eftir það lagði hann rappið nánast á hilluna í um tvö ár en fór þá að búa til sína eigin takta og kviknaði þá neistinn á nýjan leik. „Fyrsta platan var rosalega þung og tilfinningaþrungin. Þessi er aðeins léttari," segir hann. Fimm mismunandi taktsmiðir koma við sögu á plötunni og er hún ein fjölbreyttasta rappplata sem hefur komið út á Íslandi að mati Gummzters. Hann varð tvítugur í sumar og ákvað því að skíra plötuna Fullorðinn. Hún verður fáanleg ókeypis á síðu hans Gummzter.com. Einnig verður hægt að kaupa hana og styrkja þar með listamanninn á Tonlist.is og Gogoyoko.com.- fb
Lífið Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira