Helmingur tekna Hörpunnar rennur til Reykjavíkurborgar 28. ágúst 2012 06:30 Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, eignarhaldsfélags Hörpu, segir að verði fasteignagjöldin af Hörpu ekki lækkuð sé það vandamál sem eigendurnir, ríki og Reykjavíkurborg, þurfi að glíma við. „Við ráðum ekki við þetta. Við erum með tvær milljónir króna í tekjur á dag og borgum eina milljón í fasteignagjöld á dag. Enginn rekstur á Íslandi ræður við þetta." Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir ljóst að ríkið hafi gert ráð fyrir mun lægri fasteignagjöldum. „Þessi upphæð hefur auðvitað komið upp í samræðum okkar við borgina, en þær umræður standa yfir." Spurð hvort ríkið muni gera kröfu á borgina, sem fær auknar tekjur með hærri fasteignagjöldum, um að auka hlutdeild sína í rekstrarkostnaði, segir hún: „Við munum meðal annars fara yfir þetta." Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að forsendurnar fyrir yfirtöku hússins hafi verið að borgin yki ekki framlag sitt frekar en þegar hefði verið samþykkt. En þýða auknar tekjur með hærri fasteignagjöldum ekki í raun lægra framlag? „Nei. Fasteignagjöld eru hluti af föstum rekstrarkostnaði hvaða byggingar sem er." Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru fasteignagjöld á Hörpu hærri en af 12 menningar- og íþróttahúsum samanlagt. Dagur segir það einfaldlega þýða að Harpa sé það mikið verðmætari en þau hús. „Þess vegna hefðu fasteignagjöldin í Hörpu ekki átt að koma neinum á óvart, því ríki og borg tóku við Hörpu á ákveðnu verði. Það verð tekur mið af þeirri leigu sem ríki og borg voru búin að tryggja húsinu." Almennt greiða sveitarfélög fasteignagjöld af menningarhúsum sem þau reka. Það gildir til dæmis um Hof á Akureyri. Harpa er hins vegar í sameiginlegri eigu ríkis og borgar og reksturinn er í sérstöku félagi. En kemur til greina að eigendurnir greiði fasteignagjöldin? „Það var ekki hluti af forsendunum í upphafi að taka eina tegund skatta út fyrir sviga og segja að um hana gildi sérreglur. Það var þvert á móti gert ráð fyrir því að þetta hús mundi greiða gjöld eins og önnur hús en reksturinn fengi þennan myndarlega styrk frá ríki og borg, í því formi að þau borguðu leiguna af því." - kóp Fréttir Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, eignarhaldsfélags Hörpu, segir að verði fasteignagjöldin af Hörpu ekki lækkuð sé það vandamál sem eigendurnir, ríki og Reykjavíkurborg, þurfi að glíma við. „Við ráðum ekki við þetta. Við erum með tvær milljónir króna í tekjur á dag og borgum eina milljón í fasteignagjöld á dag. Enginn rekstur á Íslandi ræður við þetta." Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir ljóst að ríkið hafi gert ráð fyrir mun lægri fasteignagjöldum. „Þessi upphæð hefur auðvitað komið upp í samræðum okkar við borgina, en þær umræður standa yfir." Spurð hvort ríkið muni gera kröfu á borgina, sem fær auknar tekjur með hærri fasteignagjöldum, um að auka hlutdeild sína í rekstrarkostnaði, segir hún: „Við munum meðal annars fara yfir þetta." Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að forsendurnar fyrir yfirtöku hússins hafi verið að borgin yki ekki framlag sitt frekar en þegar hefði verið samþykkt. En þýða auknar tekjur með hærri fasteignagjöldum ekki í raun lægra framlag? „Nei. Fasteignagjöld eru hluti af föstum rekstrarkostnaði hvaða byggingar sem er." Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru fasteignagjöld á Hörpu hærri en af 12 menningar- og íþróttahúsum samanlagt. Dagur segir það einfaldlega þýða að Harpa sé það mikið verðmætari en þau hús. „Þess vegna hefðu fasteignagjöldin í Hörpu ekki átt að koma neinum á óvart, því ríki og borg tóku við Hörpu á ákveðnu verði. Það verð tekur mið af þeirri leigu sem ríki og borg voru búin að tryggja húsinu." Almennt greiða sveitarfélög fasteignagjöld af menningarhúsum sem þau reka. Það gildir til dæmis um Hof á Akureyri. Harpa er hins vegar í sameiginlegri eigu ríkis og borgar og reksturinn er í sérstöku félagi. En kemur til greina að eigendurnir greiði fasteignagjöldin? „Það var ekki hluti af forsendunum í upphafi að taka eina tegund skatta út fyrir sviga og segja að um hana gildi sérreglur. Það var þvert á móti gert ráð fyrir því að þetta hús mundi greiða gjöld eins og önnur hús en reksturinn fengi þennan myndarlega styrk frá ríki og borg, í því formi að þau borguðu leiguna af því." - kóp
Fréttir Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira