Lífið

Heilsumat reynist mörgum góð byrjun

Marianna Csillag og Hólmfríður Margrét Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingar.
Marianna Csillag og Hólmfríður Margrét Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingar. mynd/heilsuborg
Í Heilsuborg starfa hjúkrunarfræðingarnir Marianna Csillag og Hólmfríður Margrét Bjarnadóttir. Þær framkvæma svokallað Heilsumat en með því er staða á heilsu og helstu áhættuþáttum viðkomandi einstaklinga metin.

Gerðar eru ýmsar mælingar, m.a. á blóðþrýstingi, mittismáli, fituhlutfalli og magni fituvefs, vöðva og vökva í líkamanum. Grunnefnaskipti og orkuþörf einstaklings er einnig metin.

Marianna bendir á að hún aðstoði viðkomandi oft við að finna út viðeigandi mataræði. „Ég nota ákveðið stigakerfi sem er einfalt í notkun en legg áherslu á að finna út hvað hverjum og einum þykir gott af hollum mat og viðkomandi er tilbúinn til borða það sem eftir er ævinnar.

Við erum öll svo mismunandi og því er ekki hægt að gefa eina uppskrift, fólk gefst fljótt upp á því."

Hólmfríður tekur undir þetta og bætir við að leitast sé eftir að finna hreyfingu og næringu sem henti hverjum og einum.

„Heilsumat hefur reynst mörgum góð byrjun þegar þeir ætla að breyta um lífsstíl og vilja gera breytingar til langframa. Hjá okkur er ekkert til sem heitir átak – bara heilbrigð skynsemi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×