Lagarfljótsormurinn fyrir sannleiksnefnd 17. ágúst 2012 11:00 Úr myndbandi Hjartar. Bæjarstjórinn segir Héraðsmenn ekki efast um tilveru Lagarfljótsorms en hins vegar gæti þetta verið eitthvert afkvæmi þarna á ferð. Myndbandið er á Youtube.mynd/Hjörtur Kjerúlf Sveitarfélagið Fljótsdalshérað hefur skipað þrettán manna sannleiksnefnd til að skera úr um hvort Hjörtur Kjerúlf hafi í raun og veru náð mynd af Lagarfljótsorminum. Ef svo er verður hann hálfri milljón ríkari. Bæjarstjórn Egilsstaða, sem þá var og hét, efndi til samkeppni árið 1997 þar sem þeirri upphæð var heitið þeim sem tækist að festa orminn á filmu. Engum tókst það þá en bæjarstjórnin brást við með því að heita þeim sem það tækist í framtíðinni að vitja verðlaunanna. Nú hefur Hjörtur farið til bæjaryfirvalda með myndband upp á vasann sem sýnir orminn á svamli, að því er hann fullyrðir. „Það var maður sem benti mér á þetta svo ég ákvað að spyrja þá hvort þetta myndband mitt væri verðlaunanna virði,“ segir Hjörtur. Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, segir að þessu máli sé tekið alvarlega en hann er þó ekki of sannfærandi. „Við brugðumst við með því að skipa þessa sannleiksnefnd en ég legg ríka áherslu á að hún taki sér þann tíma sem hún þarf,“ segir hann. „Líklegast verður sannleiksnefndin að störfum út kjörtímabilið,“ bætir hann við og hlær en ítrekar svo aftur að yfirvöld á Héraði taki þessu máli af mikilli alvöru. Bæst hefur við verkefni nefndarinnar en eftir útspil Hjartar tók Sigurður Aðalsteinsson frá Vaðbrekku á Jökuldal við sér og sendi mynd sem hann segir vera af Lagarfljótsorminum. „Það hlýtur að gilda það sama um þá mynd og myndbandið hans Hjartar,“ segir bæjarstjórinn. Þegar Hjörtur er spurður hvort hann trúi því virkilega að þarna sé Lagarfljótsormurinn á ferð svarar hann. „Þórbergur Þórðarson sagði það einkenni Héraðsbúa að þeir tryðu aldrei því sem þeir sæju. En ég er ekki þannig.“ Myndbandið hefur verið á Youtube-vefnum frá því í febrúar og eru skráðar á það fjórar og hálf milljón heimsóknir. Fjölmiðlamenn hafa líka leitað til Hjartar. „Það komu hingað bandarískir sjónvarpsmenn til að taka upp fyrir þáttaröð sína og vildu endilega fræðast um Lagarfljótsorminn,“ segir hann. „Þetta hefur verið góð kynning fyrir svæðið, ég held við séum bara komnir í bullandi samkeppni hér á Héraði við þá í Loch Ness á Skotlandi.“ Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Sjá meira
Sveitarfélagið Fljótsdalshérað hefur skipað þrettán manna sannleiksnefnd til að skera úr um hvort Hjörtur Kjerúlf hafi í raun og veru náð mynd af Lagarfljótsorminum. Ef svo er verður hann hálfri milljón ríkari. Bæjarstjórn Egilsstaða, sem þá var og hét, efndi til samkeppni árið 1997 þar sem þeirri upphæð var heitið þeim sem tækist að festa orminn á filmu. Engum tókst það þá en bæjarstjórnin brást við með því að heita þeim sem það tækist í framtíðinni að vitja verðlaunanna. Nú hefur Hjörtur farið til bæjaryfirvalda með myndband upp á vasann sem sýnir orminn á svamli, að því er hann fullyrðir. „Það var maður sem benti mér á þetta svo ég ákvað að spyrja þá hvort þetta myndband mitt væri verðlaunanna virði,“ segir Hjörtur. Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, segir að þessu máli sé tekið alvarlega en hann er þó ekki of sannfærandi. „Við brugðumst við með því að skipa þessa sannleiksnefnd en ég legg ríka áherslu á að hún taki sér þann tíma sem hún þarf,“ segir hann. „Líklegast verður sannleiksnefndin að störfum út kjörtímabilið,“ bætir hann við og hlær en ítrekar svo aftur að yfirvöld á Héraði taki þessu máli af mikilli alvöru. Bæst hefur við verkefni nefndarinnar en eftir útspil Hjartar tók Sigurður Aðalsteinsson frá Vaðbrekku á Jökuldal við sér og sendi mynd sem hann segir vera af Lagarfljótsorminum. „Það hlýtur að gilda það sama um þá mynd og myndbandið hans Hjartar,“ segir bæjarstjórinn. Þegar Hjörtur er spurður hvort hann trúi því virkilega að þarna sé Lagarfljótsormurinn á ferð svarar hann. „Þórbergur Þórðarson sagði það einkenni Héraðsbúa að þeir tryðu aldrei því sem þeir sæju. En ég er ekki þannig.“ Myndbandið hefur verið á Youtube-vefnum frá því í febrúar og eru skráðar á það fjórar og hálf milljón heimsóknir. Fjölmiðlamenn hafa líka leitað til Hjartar. „Það komu hingað bandarískir sjónvarpsmenn til að taka upp fyrir þáttaröð sína og vildu endilega fræðast um Lagarfljótsorminn,“ segir hann. „Þetta hefur verið góð kynning fyrir svæðið, ég held við séum bara komnir í bullandi samkeppni hér á Héraði við þá í Loch Ness á Skotlandi.“
Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent