Pistillinn: Kostir þess að tapa Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 2. ágúst 2012 08:00 Frá öðrum leikjanna umdeildu í gær. Mynd/Valli Pierre de Coubertin, faðir Ólympíuleika nútímans, sagði ávallt að það mikilvæga við Ólympíuleika væri ekki að vinna, heldur að taka þátt og að gera sitt besta. Það kom því ekki á óvart að átta badmintonkonum var vikið úr keppni á leikunum í gær. Um er að ræða fjögur pör í tvíliðaleik kvenna – tvö frá Suður-Kóreu, eitt frá Indónesíu og eitt frá Kína – sem öll lögðu sig fram við að tapa viðureignum sínum í fyrradag. Í reglum Alþjóðabadmintonsambandsins eru reglur sem kveða á um að leikmenn skuli ávallt gera sitt besta til að vinna leiki. Voru viðkomandi keppendur fundnir sekir um brot á þessari reglugerð og því vikið úr leik. Allt hófst þetta á því að danskt par vann afar óvæntan sigur á þeim Tian og Zhao frá Kína í D-riðli snemma dags á þriðjudaginn. Kínverska parið er í öðru sæti heimslistans og kom því sigur Dananna mjög á óvart. Aðeins tvö lið frá hverju landi mega keppa í hverri grein og hitt kínverska parið á leikunum er einmitt í efsta sæti heimslistans. Vegna taps þeirra Tian og Zhao var sú staða komin upp að Kínverjarnir myndu mætast í undanúrslitum – ekki úrslitum. Þar lá hundurinn grafinn. Þess vegna reyndi hitt kínverska parið (það sem er í efsta sæti heimstans) líka að tapa viðureign til að reyna að rétta skekkjuna af, ef svo má að orði komast. Parið sem þau mættu vildi samt líka tapa, því þannig hefðu Kínverjarnir mæst innbyrðis í undanúrslitum og viðkomandi ættu því greiða leið í úrslitin. Allt þetta hafði svo áhrif á aðra viðureign, á milli pars frá Suður-Kóreu og Indónesíu, því skyndilega var sú staða komin upp að sigurvegarar þeirrar viðureignar myndu mæta besta pari heims í 8-liða úrslitum. Möguleikarnir á verðlaunapening væru nánast úr sögunni með sigri. Það var sú viðureign sem var á undan leik Rögnu Ingólfsdóttur á leikunum í fyrrakvöld og ég fylgdist með, nánast gapandi. Það var með ólíkindum að sjá bestu badmintonkonur heims svara skoti sem var augljóslega á leiðinni út af og þykjast svo vera fúlar þegar þær gáfu frá sér stig með því að þrykkja í netið. Auðvitað var ekkert annað hægt í stöðunni en að vísa þeim frá keppni. Badmintoníþróttin var skyndilega komin í sviðsljós Ólympíuleikanna hér úti enda greint frá þessu í öllum helstu fjölmiðlum heims. Auðvitað má segja að keppnisfyrirkomulagið hafi boðið hættunni heim en keppendur á Ólympíuleikum eiga þó að geta sagt sér að sú iðja að tapa viljandi sé ekki vænleg til árangurs. Það sem eftir situr er þó kínverska parið Thian og Zhao sem tapaði óviljandi fyrir danska parinu. Það er nú langlíklegast til að hirða gull í greininni og sýnir þannig svo ekki verður um villst að það er í góðu lagi að tapa – ef maður leggur sig fram. Erlendar Pistillinn Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Sjá meira
Pierre de Coubertin, faðir Ólympíuleika nútímans, sagði ávallt að það mikilvæga við Ólympíuleika væri ekki að vinna, heldur að taka þátt og að gera sitt besta. Það kom því ekki á óvart að átta badmintonkonum var vikið úr keppni á leikunum í gær. Um er að ræða fjögur pör í tvíliðaleik kvenna – tvö frá Suður-Kóreu, eitt frá Indónesíu og eitt frá Kína – sem öll lögðu sig fram við að tapa viðureignum sínum í fyrradag. Í reglum Alþjóðabadmintonsambandsins eru reglur sem kveða á um að leikmenn skuli ávallt gera sitt besta til að vinna leiki. Voru viðkomandi keppendur fundnir sekir um brot á þessari reglugerð og því vikið úr leik. Allt hófst þetta á því að danskt par vann afar óvæntan sigur á þeim Tian og Zhao frá Kína í D-riðli snemma dags á þriðjudaginn. Kínverska parið er í öðru sæti heimslistans og kom því sigur Dananna mjög á óvart. Aðeins tvö lið frá hverju landi mega keppa í hverri grein og hitt kínverska parið á leikunum er einmitt í efsta sæti heimslistans. Vegna taps þeirra Tian og Zhao var sú staða komin upp að Kínverjarnir myndu mætast í undanúrslitum – ekki úrslitum. Þar lá hundurinn grafinn. Þess vegna reyndi hitt kínverska parið (það sem er í efsta sæti heimstans) líka að tapa viðureign til að reyna að rétta skekkjuna af, ef svo má að orði komast. Parið sem þau mættu vildi samt líka tapa, því þannig hefðu Kínverjarnir mæst innbyrðis í undanúrslitum og viðkomandi ættu því greiða leið í úrslitin. Allt þetta hafði svo áhrif á aðra viðureign, á milli pars frá Suður-Kóreu og Indónesíu, því skyndilega var sú staða komin upp að sigurvegarar þeirrar viðureignar myndu mæta besta pari heims í 8-liða úrslitum. Möguleikarnir á verðlaunapening væru nánast úr sögunni með sigri. Það var sú viðureign sem var á undan leik Rögnu Ingólfsdóttur á leikunum í fyrrakvöld og ég fylgdist með, nánast gapandi. Það var með ólíkindum að sjá bestu badmintonkonur heims svara skoti sem var augljóslega á leiðinni út af og þykjast svo vera fúlar þegar þær gáfu frá sér stig með því að þrykkja í netið. Auðvitað var ekkert annað hægt í stöðunni en að vísa þeim frá keppni. Badmintoníþróttin var skyndilega komin í sviðsljós Ólympíuleikanna hér úti enda greint frá þessu í öllum helstu fjölmiðlum heims. Auðvitað má segja að keppnisfyrirkomulagið hafi boðið hættunni heim en keppendur á Ólympíuleikum eiga þó að geta sagt sér að sú iðja að tapa viljandi sé ekki vænleg til árangurs. Það sem eftir situr er þó kínverska parið Thian og Zhao sem tapaði óviljandi fyrir danska parinu. Það er nú langlíklegast til að hirða gull í greininni og sýnir þannig svo ekki verður um villst að það er í góðu lagi að tapa – ef maður leggur sig fram.
Erlendar Pistillinn Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Sjá meira