Innlent

"Þyngri dómur en ég bjóst við“

Geirmundur Vilhjálmssson
Geirmundur Vilhjálmssson
"Þetta er þyngri dómur en ég bjóst við," segir Geirmundur Vilhjálmsson, fyrrverandi fangelsisstjóri á Kvíabryggju, sem fyrir helgi var dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að draga sér fé og muni frá fangelsinu, samtals að andvirði 1,6 milljóna. Fimm mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir.

"Ég var dæmdur fyrir mikið fleira en ég átti von á," segir Geirmundur ósáttur. Hann heldur því fram að ýmis tæki og tól sem hann hafi verið dæmdur fyrir að draga sér hafi alltaf verið og séu enn að Kvíabryggju.

Hann kveðst eiga eftir að setjast yfir dóminn með verjanda sínum og taka ákvörðun um hvort honum verði áfrýjað. Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari segir hins vegar að ekki standi til af hálfu Ríkissaksóknara að áfrýja. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×