Innlent

Engin sameining syðra að sinni

Frá REykjanesbæ Ekki verður bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ að ósk sinni um nýjar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna yst á Reykjanesskaganum. Fréttablaðið/GVA
Frá REykjanesbæ Ekki verður bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ að ósk sinni um nýjar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna yst á Reykjanesskaganum. Fréttablaðið/GVA
Ekkert verður af viðræðum um sameiningu Reykjanesbæjar, Garðs og Sandgerðis eftir að Sandgerðingar ákváðu að taka ekki þátt. Bæjaryfirvöld í Garði, sem höfðu áður ákveðið að taka þátt í viðræðunum, sjá ekki grundvöll fyrir að halda áfram viðræðum án Sandgerðinga.

Sameining sveitarfélaganna þriggja var felld í íbúakosningu árið 2005, en í maí síðastliðnum óskaði bæjarráð Reykjanesbæjar eftir nýjum viðræðum um mögulega sameiningu.

Bæjarstjórn Garðs samþykkti að funda um málið, en á fundi bæjarráðs Sandgerðis var óskinni hafnað. Ekki var talið rétt að fara í viðræður um sameiningu „á þessum tímapunkti" en frekar ætti að stefna að enn öflugra samstarfi sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Davíð Ásgeirsson, formaður bæjarráðs í Garði, segir í samtali við Fréttablaðið að ekki verði farið út í viðræðurnar í þessu ljósi. Aðspurður játar hann því að botninn hafi dottið úr hugmyndunum þegar Sandgerði hafi ákveðið að verða ekki með.

„Við vorum ekki búnir að setja okkur í alvarlegar stellingar í þessu, en höfðum heyrt í Reykjanesbæ um hvað þeir voru að spá," sagði Davíð. - þjAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.