Þungarokk í þorpum 6. júlí 2012 15:00 Hér má sjá Hólmkel Leó Aðalsteinsson ásamt bræðrunum Atla, Agli og Viktori Sigursveinssonum en á myndina vantar tvo meðlimi rokksveitarinnar. Fréttablaðið/Ernir "Við spilum á stöðum sem þungarokkshljómsveitir halda aldrei tónleika á," segir Hólmkell Leó Aðalsteinsson, meðlimur hljómsveitarinnar Endless Dark, sem heldur af stað á Íslandstúr á morgun. Fyrstu tónleikarnir fara fram á Gamla Gauknum annað kvöld en að þeim loknum verður rokkað á Grundarfirði, Skagaströnd, Siglufirði, Akureyri og loks á Neskaupstað á rokkhátíðinni Eistnaflugi. "Sumir bæirnir eru bara þorp og það koma kannski rosalega fáir en við ætlum bara að hafa gaman af því," segir Hólmkell en meðlimir sveitarinnar eru frá Ólafsvík og Grundarfirði. Hann bætir við að þeir spili í Kántríbæ og að hann efist um að þungarokk hafi hljómað þar áður. Drengirnir reyndu að fá hljómsveitir frá hverjum bæ til liðs við sig. "Við könnuðum sem dæmi hvort það væri eitthvað band á Siglufirði en það virtist ekki vera svo Ugly Alex, sem kemur frá Akureyri, spilar líka með okkur þar." Hljómsveitin Trust the Lies ferðast með drengjunum allan hringinn og Mercy Buckets spilar jafnframt með þeim á Gauknum. Hólmkell segir sveitina gríðarspennta fyrir Eistnaflugi þó rafmögnuð stemning hafi myndast á tónleikum þeirra þar árið 2010. "Þá þoldu 70 prósent tónleikagesta okkur ekki því við vorum ekki nógu þungir fyrir metalhausana," segir Hólmkell sem óttast ekki að slíkt endurtaki sig. "Við erum orðnir aðeins þekktari og betri en þá." -hþt Tónlist Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
"Við spilum á stöðum sem þungarokkshljómsveitir halda aldrei tónleika á," segir Hólmkell Leó Aðalsteinsson, meðlimur hljómsveitarinnar Endless Dark, sem heldur af stað á Íslandstúr á morgun. Fyrstu tónleikarnir fara fram á Gamla Gauknum annað kvöld en að þeim loknum verður rokkað á Grundarfirði, Skagaströnd, Siglufirði, Akureyri og loks á Neskaupstað á rokkhátíðinni Eistnaflugi. "Sumir bæirnir eru bara þorp og það koma kannski rosalega fáir en við ætlum bara að hafa gaman af því," segir Hólmkell en meðlimir sveitarinnar eru frá Ólafsvík og Grundarfirði. Hann bætir við að þeir spili í Kántríbæ og að hann efist um að þungarokk hafi hljómað þar áður. Drengirnir reyndu að fá hljómsveitir frá hverjum bæ til liðs við sig. "Við könnuðum sem dæmi hvort það væri eitthvað band á Siglufirði en það virtist ekki vera svo Ugly Alex, sem kemur frá Akureyri, spilar líka með okkur þar." Hljómsveitin Trust the Lies ferðast með drengjunum allan hringinn og Mercy Buckets spilar jafnframt með þeim á Gauknum. Hólmkell segir sveitina gríðarspennta fyrir Eistnaflugi þó rafmögnuð stemning hafi myndast á tónleikum þeirra þar árið 2010. "Þá þoldu 70 prósent tónleikagesta okkur ekki því við vorum ekki nógu þungir fyrir metalhausana," segir Hólmkell sem óttast ekki að slíkt endurtaki sig. "Við erum orðnir aðeins þekktari og betri en þá." -hþt
Tónlist Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira