Skytturnar með nýtt rapp 29. júní 2012 08:00 Hipphopp verður í hávegum haft á Þýska barnum um helgina á hátíðinni Yolo. Skytturnar eru meðal rapphljómsveita en tónleikar þeirra eru hluti af endurkomu sveitarinnar. „Það má búast við miklu af nýju efni frá okkur á næstu mánuðum," segir Hlynur Ingólfsson einn meðlima Skyttanna. Sveitin stefnir á útgáfu nýrra laga eftir margra ára hlé og verða nokkur þeirra flutt ásamt eldra rappi annað kvöld. „Við munum taka lög eins og Geri það sem ég vil, sem naut mikilla vinsælda hér um árið, og Lognið á undan storminum." Eftirfarandi lög eru að finna á breiðskífunni Illgresið sem kom út árið 2003 en sama ár voru þeir valdir bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum. Tónleikar sveitarinnar á hátíðinni eru þeir fyrstu í Reykjavík síðan í byrjun desember á síðasta ári. „Við komum þá fram á Prikinu og það var troðfullt enda lítill staður. Við höfum síðan spilað fjórum sinnum á Akureyri upp á síðkastið til dæmis á Bíladögum. Þar fengum við þrusugóð viðbrögð en þá var maður auðvitað á heimavelli. Við vonum bara að þetta verði eins gott á svona stórum stað í bænum," segir Hlynur en Skytturnar koma frá Akureyri. Hátíðin stendur yfir í kvöld og á morgun og hefst dagskráin að miðnætti báða dagana. Margir helstu rapparar landsins koma fram ásamt ýmsum plötusnúðum en meðal þeirra eru Úlfur Úlfur, Gabríel ásamt Opee, Gísli Pálmi, Emmsjé Gauti, Shades of Reykjavík og ATH, sem samanstendur af Didda Fel og 7berg.- hþt Tónlist Mest lesið Hræddur við að deyja aftur í svefni Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Hipphopp verður í hávegum haft á Þýska barnum um helgina á hátíðinni Yolo. Skytturnar eru meðal rapphljómsveita en tónleikar þeirra eru hluti af endurkomu sveitarinnar. „Það má búast við miklu af nýju efni frá okkur á næstu mánuðum," segir Hlynur Ingólfsson einn meðlima Skyttanna. Sveitin stefnir á útgáfu nýrra laga eftir margra ára hlé og verða nokkur þeirra flutt ásamt eldra rappi annað kvöld. „Við munum taka lög eins og Geri það sem ég vil, sem naut mikilla vinsælda hér um árið, og Lognið á undan storminum." Eftirfarandi lög eru að finna á breiðskífunni Illgresið sem kom út árið 2003 en sama ár voru þeir valdir bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum. Tónleikar sveitarinnar á hátíðinni eru þeir fyrstu í Reykjavík síðan í byrjun desember á síðasta ári. „Við komum þá fram á Prikinu og það var troðfullt enda lítill staður. Við höfum síðan spilað fjórum sinnum á Akureyri upp á síðkastið til dæmis á Bíladögum. Þar fengum við þrusugóð viðbrögð en þá var maður auðvitað á heimavelli. Við vonum bara að þetta verði eins gott á svona stórum stað í bænum," segir Hlynur en Skytturnar koma frá Akureyri. Hátíðin stendur yfir í kvöld og á morgun og hefst dagskráin að miðnætti báða dagana. Margir helstu rapparar landsins koma fram ásamt ýmsum plötusnúðum en meðal þeirra eru Úlfur Úlfur, Gabríel ásamt Opee, Gísli Pálmi, Emmsjé Gauti, Shades of Reykjavík og ATH, sem samanstendur af Didda Fel og 7berg.- hþt
Tónlist Mest lesið Hræddur við að deyja aftur í svefni Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira