Innlent

Styrkurinn forsenda verkefnisins

sigurður sigursveinsson
sigurður sigursveinsson
Háskólafélag Suðurlands fær 90 milljóna króna IPA-styrk til að koma upp Kötlu-jarðvangi og vinna þróunaráætlun fyrir Eyjafjallajökulssvæðið. Hafist verður handa í sumar, verkefnisstjóri ráðinn og einn til tveir starfsmenn til að sinna gerð fræðsluverkefnis. Heimamenn verða síðan ráðnir í uppsetningu fræðsluskilta og fleira. Til að setja 90 milljóna króna styrkinn í samhengi fékk háskólafélagið hálfa milljón króna úr ríkissjóði árið 2012.

„Þessi styrkur er algjör forsenda þess að við getum farið í þessar framkvæmdir og gerð fræðsluefnisins. Við vonumst til þess að ferðamennskan eflist við þetta, sérstaklega utan hins hefðbundna ferðamannatíma,“ segir Sigurður Sigursveinsson, framkvæmdastjóri háskólafélagsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×