Vill íslenska hljómsveit á tónleikaferð erlendis 16. júní 2012 07:00 grant og félagar John Grant á tónleikunum í hádeginu í gær ásamt Arnari Geir, Pétri og Jakobi Smára.fréttablaðið/gva Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant vill fá Íslendingana sem spila með honum á nýrri sólóplötu hans til að fara með sér í tónleikaferð erlendis. „Mig langar að fá þá með mér en menn eru með fjölskyldur og að sinna sínu lífi. Þeir vilja samt koma með mér og ég vona að það gangi upp," segir Grant. Hljómsveitin er skipuð trommaranum Arnari Geir Ómarssyni, Pétri Hallgrímssyni gítarleikara og Jakobi Smára Magnússyni bassaleikara. „Maður fær ekki betri náunga með sér. Þeir eru algjörir fagmenn en það mikilvægasta er hversu góðar manneskjur þeir eru og ég næ mjög góðum tengslum við þá. Helminginn af tímanum sem við eyðum saman erum við hlæjandi og í góðum gír," segir hann um hljómsveitina sína, sem spilar einnig með honum á tónleikum í Háskólabíói 19. júlí. Enn eru til miðar á þá. Íslandsvinurinn er að ljúka upptökum á plötunni hér á landi í samstarfi við Bigga veiru úr GusGus og er hún væntanleg í verslanir í janúar. Fyrsta plata hans, Queen of Denmark, fékk glimrandi góðar viðtökur og var meðal annars valin plata ársins af bandaríska tónlistartímaritinu Mojo. Grant er með landvistarleyfi á Íslandi þangað til í haust. Þá ætlar hann að fljúga heim til sín í Colorado og hitta bróður sinn og systur sem búa þar. Hann segir ótrúlega gott að búa á Íslandi, bæði séu Íslendingar öðruvísi en annað fólk og einnig er hann ánægður með hvernig Íslendingar taka á málum tengdum samkynhneigð. „Þeir líta ekki á hana sem eitthvað tiltökumál og það er algjörlega frábært." Grant spilaði ásamt hljómsveit sinni á stuttum tónleikum í Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda í hádeginu í gær. Þar söng hann fjögur lög, þar á meðal Ástarsorg eftir Jóhann Helgason. Honum fórst það mjög vel úr hendi og greinlegt að hann hefur lagt hart að sér í íslenskunámi sínu. „Ég ætla að taka upp Ástarsorg og setja það á plötuna. Biggi veira spilaði það fyrir mig í hljóðverinu og ég tengdi virkilega mikið við þetta lag. Það er svo fallegt og hljómagangurinn er æðislegur." freyr@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant vill fá Íslendingana sem spila með honum á nýrri sólóplötu hans til að fara með sér í tónleikaferð erlendis. „Mig langar að fá þá með mér en menn eru með fjölskyldur og að sinna sínu lífi. Þeir vilja samt koma með mér og ég vona að það gangi upp," segir Grant. Hljómsveitin er skipuð trommaranum Arnari Geir Ómarssyni, Pétri Hallgrímssyni gítarleikara og Jakobi Smára Magnússyni bassaleikara. „Maður fær ekki betri náunga með sér. Þeir eru algjörir fagmenn en það mikilvægasta er hversu góðar manneskjur þeir eru og ég næ mjög góðum tengslum við þá. Helminginn af tímanum sem við eyðum saman erum við hlæjandi og í góðum gír," segir hann um hljómsveitina sína, sem spilar einnig með honum á tónleikum í Háskólabíói 19. júlí. Enn eru til miðar á þá. Íslandsvinurinn er að ljúka upptökum á plötunni hér á landi í samstarfi við Bigga veiru úr GusGus og er hún væntanleg í verslanir í janúar. Fyrsta plata hans, Queen of Denmark, fékk glimrandi góðar viðtökur og var meðal annars valin plata ársins af bandaríska tónlistartímaritinu Mojo. Grant er með landvistarleyfi á Íslandi þangað til í haust. Þá ætlar hann að fljúga heim til sín í Colorado og hitta bróður sinn og systur sem búa þar. Hann segir ótrúlega gott að búa á Íslandi, bæði séu Íslendingar öðruvísi en annað fólk og einnig er hann ánægður með hvernig Íslendingar taka á málum tengdum samkynhneigð. „Þeir líta ekki á hana sem eitthvað tiltökumál og það er algjörlega frábært." Grant spilaði ásamt hljómsveit sinni á stuttum tónleikum í Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda í hádeginu í gær. Þar söng hann fjögur lög, þar á meðal Ástarsorg eftir Jóhann Helgason. Honum fórst það mjög vel úr hendi og greinlegt að hann hefur lagt hart að sér í íslenskunámi sínu. „Ég ætla að taka upp Ástarsorg og setja það á plötuna. Biggi veira spilaði það fyrir mig í hljóðverinu og ég tengdi virkilega mikið við þetta lag. Það er svo fallegt og hljómagangurinn er æðislegur." freyr@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira