Folf er allt öðruvísi en golf 8. júní 2012 10:00 Haukur Arnar segir mikla sprengingu hafa orðið innan íþróttarinnar þegar folfvöllurinn á Klambratúni opnaði síðasta sumar. Fréttablaðið/vilhelm „Þetta er íþrótt sem allir geta stundað. Bæði er vinsælt að fólk komi með börnin sín og leiki sér að kasta og svo geta hörðustu keppnismenn sökkt sér í pælingar um kasttækni og diska,“ segir Haukur Arnar Árnason, einn helsti frisbígolfspilari landsins. Folfíþróttin hefur slegið í gegn á Íslandi að undanförnu, en hún snýst um að koma frisbídisk í þar til gerða körfu í sem fæstum köstum. „Þetta er byggt upp svipað og golf en tæknin er allt önnur og ekkert samhengi er á milli þess að vera góður í folfi og að vera góður í golfi,“ segir Haukur. Fyrsti folfvöllurinn kom á Úlfljótsvatni árið 2000 og 2003 opnaði völlur í Gufunesi í Grafarvogi. Þá varð til um 30 manna kjarni sem fór að stunda íþróttina reglulega en það var loks síðasta sumar sem almenningur tók við sér. „Við fengum völlinn á Klambratúni í júlí 2011 og það er varla hægt að lýsa sprengingunni sem varð í kjölfarið,“ segir Haukur sem telur að nú sé hægt að telja iðkendur íþróttarinnar í hundruðum. Haukur hefur séð um innflutning á diskum og körfum fyrir folf og segir hann þetta vera ódýrt sport. „Það hlýst aldrei neitt stórkostlegt fjárhagslegt tjón af því að týna diski en það getur verið mikið sálrænt tjón þar sem allir diskar eiga sér sögu,“ segir hann og hlær. Aðspurður segist hann ekki hafa áhyggjur af því að íþróttin sé tískubóla sem muni springa. „Folf er það sport sem hefur verið í hvað örustum vexti í heiminum síðastliðin 10-15 ár samfleytt og hvar sem það nær fótfestu er það komið til að vera,“ segir hann. Íslenska frisbígolfsambandið stendur fyrir hittingum á Klambratúni alla mánudaga og í Gufunesi á miðvikudögum. „Þangað er öllum velkomið að mæta og við getum lánað fólki diska og kennt þeim leikinn,“ segir Haukur sem mætir líka á Klambratún alla þriðjudaga klukkan 17 og býður áhugasömum upp á kennslu. Sérstakar kvennaæfingar eru svo nýfarnar af stað á Klambratúni á miðvikudögum klukkan 18 en allt er þetta fólki að kostnaðarlausu. Félagið stendur fyrir ýmsum mótum hérlendis auk þess sem meðlimir hafa tekið þátt í mótum erlendis. Nýlega tók Haukur þátt í Opna breska meistaramótinu í folfi þar sem hann lenti í 4.-5. sæti af 50 þátttakendum. „Það var verið að halda það mót 34. árið í röð, svo það sýnir manni að þetta sport er ekkert nýtt af nálinni,“ segir hann. Hægt er að kynna sér íþróttina nánar á www.folf.is. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
„Þetta er íþrótt sem allir geta stundað. Bæði er vinsælt að fólk komi með börnin sín og leiki sér að kasta og svo geta hörðustu keppnismenn sökkt sér í pælingar um kasttækni og diska,“ segir Haukur Arnar Árnason, einn helsti frisbígolfspilari landsins. Folfíþróttin hefur slegið í gegn á Íslandi að undanförnu, en hún snýst um að koma frisbídisk í þar til gerða körfu í sem fæstum köstum. „Þetta er byggt upp svipað og golf en tæknin er allt önnur og ekkert samhengi er á milli þess að vera góður í folfi og að vera góður í golfi,“ segir Haukur. Fyrsti folfvöllurinn kom á Úlfljótsvatni árið 2000 og 2003 opnaði völlur í Gufunesi í Grafarvogi. Þá varð til um 30 manna kjarni sem fór að stunda íþróttina reglulega en það var loks síðasta sumar sem almenningur tók við sér. „Við fengum völlinn á Klambratúni í júlí 2011 og það er varla hægt að lýsa sprengingunni sem varð í kjölfarið,“ segir Haukur sem telur að nú sé hægt að telja iðkendur íþróttarinnar í hundruðum. Haukur hefur séð um innflutning á diskum og körfum fyrir folf og segir hann þetta vera ódýrt sport. „Það hlýst aldrei neitt stórkostlegt fjárhagslegt tjón af því að týna diski en það getur verið mikið sálrænt tjón þar sem allir diskar eiga sér sögu,“ segir hann og hlær. Aðspurður segist hann ekki hafa áhyggjur af því að íþróttin sé tískubóla sem muni springa. „Folf er það sport sem hefur verið í hvað örustum vexti í heiminum síðastliðin 10-15 ár samfleytt og hvar sem það nær fótfestu er það komið til að vera,“ segir hann. Íslenska frisbígolfsambandið stendur fyrir hittingum á Klambratúni alla mánudaga og í Gufunesi á miðvikudögum. „Þangað er öllum velkomið að mæta og við getum lánað fólki diska og kennt þeim leikinn,“ segir Haukur sem mætir líka á Klambratún alla þriðjudaga klukkan 17 og býður áhugasömum upp á kennslu. Sérstakar kvennaæfingar eru svo nýfarnar af stað á Klambratúni á miðvikudögum klukkan 18 en allt er þetta fólki að kostnaðarlausu. Félagið stendur fyrir ýmsum mótum hérlendis auk þess sem meðlimir hafa tekið þátt í mótum erlendis. Nýlega tók Haukur þátt í Opna breska meistaramótinu í folfi þar sem hann lenti í 4.-5. sæti af 50 þátttakendum. „Það var verið að halda það mót 34. árið í röð, svo það sýnir manni að þetta sport er ekkert nýtt af nálinni,“ segir hann. Hægt er að kynna sér íþróttina nánar á www.folf.is. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira