Innlent

Dreifa ókeypis tölvuleik á íslensku

Tölvuleikurinn Samsærið snýst um að leysa glæpagátu, en leikurinn hefur verið íslenskaður og verður dreift án endurgjalds.
Tölvuleikurinn Samsærið snýst um að leysa glæpagátu, en leikurinn hefur verið íslenskaður og verður dreift án endurgjalds.

Íslenska tölvufyrirtækið Gamatic hefur í dag dreifingu á nýjum tölvuleik að nafni Samsærið. Um er að ræða ævintýraleik sem snýst um að upplýsa glæp með því að leysa þrautir. Sérstaða leiksins er sú að hann hefur verið íslenskaður að fullu og verður dreift hér á landi án endurgjalds í gegnum heimasíðuna Gamatic.com.

Björn Sch. Thorsteinsson forstjóri Gamatic, sem sér um dreifingu tölvuleikja víða um heim, segir í samtali við Fréttablaðið að leikir af þessari tegund hafi notið mikilla vinsælda erlendis en ekki enn náð miklu flugi á Íslandi.

„Þetta er milljarðaiðnaður um allan heim, en við vildum kynna þessa tegund leikja fyrir Íslendingum. Við ákváðum því nýlega, í samráði við framleiðandann, að gefa þennan fyrsta leik. Hann er aðgengilegur í gegnum Facebook og algerlega án skuldbindinga," segir Björn.

Gamatic hefur borið kostnaðinn við að íslenska leikinn, en þetta er fyrsti hluti í þriggja leikja röð. Næsta útgáfa er væntanleg í haust og bráðlega verða leikirnir einnig til reiðu fyrir farsíma og spjaldtölvur.- þj
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.