Á toppnum í 15 löndum 1. júní 2012 21:00 Sigurlag Eurovision-keppninnar, Euphoria, hefur náð toppsætinu í fimmtán löndum.nordicphotos/getty Lagið Euphoria með Loreen hefur farið á toppinn í fimmtán löndum eftir sigurinn í Eurovision. Björk er á meðal áhrifavalda sænsku söngkonunnar. Sigurlag Eurovision-keppninnar, Euphoria með sænsku söngkonunni Loreen, hefur farið sigurför um heiminn að undanförnu. Eftir að úrslitin urðu ljós rauk lagið í toppsæti vinsældarlista iTunes í fimmtán löndum, þar á meðal í Bretlandi, Þýskalandi, Danmörku, Grikklandi, Spáni og Eistlandi. Það að lagið skuli hafa náð toppnum í Bretlandi er nokkuð merkilegt því þetta er í fyrsta sinn síðan 1996 sem Eurovision-lag nær þeim árangri. Þá fór hin ástralska Gina G í efsta sætið með hinu grípandi Ooh Aah... Just a Little Bit sem hún söng fyrir hönd Bretlands. „Ég vona að Euphoria verði í hjörtum fólks eins lengi og mögulegt er," sagði Loreen eftir að sigurinn í Eurovision var í höfn. Hin 28 ára söngkona ólst upp í sveit skammt fyrir utan Stokkhólm. Hún lærði að spila á píanó með því að herma eftir tónlist Michaels Nyman við kvikmyndina The Piano. Hún segist alltaf verða pirruð þegar hún er stimpluð sem R&B-listamaður. „Þetta er frekar skrítið því ég hlusta aldrei á R&B eða sálartónlist. Ég sæki innblástur í tónlist sem kemur mér í hálfgerðan trans. Listamenn eins og Björk og sumt af því sem Enya gerir en aðallega þó Lisa Gerrard," sagði hún á síðunni Eurovision.tv. „Ég vil búa til tónlist sem nær tengslum við sálina í mér. Þá hefur tónlistin mín mest áhrif." Loreen segist vera einfari sem forðist upplýsingaflæði hversdagsins, enda er hún ekki einu sinni á Facebook. „Ég á ekkert sjónvarp. Ég á fartölvu sem ég nota bara fyrir tölvupósta og tónlistarforrit." Hennar helsta markmið er að fá fólk til að átta sig á að lífið snýst ekki bara um að eignast hluti. „Ég veit að þetta hljómar kannski hippalega og asnalega. En á það að aftra manni frá því að hafa þetta markmið? Ég er sannfærð um að svarið við því er nei." Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira
Lagið Euphoria með Loreen hefur farið á toppinn í fimmtán löndum eftir sigurinn í Eurovision. Björk er á meðal áhrifavalda sænsku söngkonunnar. Sigurlag Eurovision-keppninnar, Euphoria með sænsku söngkonunni Loreen, hefur farið sigurför um heiminn að undanförnu. Eftir að úrslitin urðu ljós rauk lagið í toppsæti vinsældarlista iTunes í fimmtán löndum, þar á meðal í Bretlandi, Þýskalandi, Danmörku, Grikklandi, Spáni og Eistlandi. Það að lagið skuli hafa náð toppnum í Bretlandi er nokkuð merkilegt því þetta er í fyrsta sinn síðan 1996 sem Eurovision-lag nær þeim árangri. Þá fór hin ástralska Gina G í efsta sætið með hinu grípandi Ooh Aah... Just a Little Bit sem hún söng fyrir hönd Bretlands. „Ég vona að Euphoria verði í hjörtum fólks eins lengi og mögulegt er," sagði Loreen eftir að sigurinn í Eurovision var í höfn. Hin 28 ára söngkona ólst upp í sveit skammt fyrir utan Stokkhólm. Hún lærði að spila á píanó með því að herma eftir tónlist Michaels Nyman við kvikmyndina The Piano. Hún segist alltaf verða pirruð þegar hún er stimpluð sem R&B-listamaður. „Þetta er frekar skrítið því ég hlusta aldrei á R&B eða sálartónlist. Ég sæki innblástur í tónlist sem kemur mér í hálfgerðan trans. Listamenn eins og Björk og sumt af því sem Enya gerir en aðallega þó Lisa Gerrard," sagði hún á síðunni Eurovision.tv. „Ég vil búa til tónlist sem nær tengslum við sálina í mér. Þá hefur tónlistin mín mest áhrif." Loreen segist vera einfari sem forðist upplýsingaflæði hversdagsins, enda er hún ekki einu sinni á Facebook. „Ég á ekkert sjónvarp. Ég á fartölvu sem ég nota bara fyrir tölvupósta og tónlistarforrit." Hennar helsta markmið er að fá fólk til að átta sig á að lífið snýst ekki bara um að eignast hluti. „Ég veit að þetta hljómar kannski hippalega og asnalega. En á það að aftra manni frá því að hafa þetta markmið? Ég er sannfærð um að svarið við því er nei."
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira