Tugir mála á leið til sérstaks saksóknara 25. maí 2012 07:30 Fjármálaeftirlitinu þá skilar embætti skattrannsóknarstjóra fullunninni sakamálarannsókn til sérstaks saksóknara. Skattarannsóknarstjóri hefur hins vegar ekki ákæruvald og því þarf sérstakur saksóknari að sjá um þann hluta málsmeðferðarinnar. fréttablaðið/valli Skattrannsóknarstjóri hefur sent 66 mál til sérstaks saksóknara og tugir til viðbótar eru á leiðinni. Sakfelling hefur fengist í öllum málum sem lokið hefur með dómi. Stærstu málin sem rannsökuð eru snúast um milljarða undandrátt. Embætti sérstaks saksóknara hefur fengið til sín alls 66 mál frá skattrannsóknarstjóra frá því að embættið var sett á fót og tugir mála til viðbótar eru á leið þangað. Rannsókn er þegar lokið í 27 málanna. Í fjórum tilfellum varð niðurstaðan sú að ákæra ekki en í 23 þeirra hefur verið gefin út ákæra. Af þeim málum er þegar komin niðurstaða í ellefu. Samkvæmt Ólafi Þór Haukssyni, sérstökum saksóknara, var sakfellt í þeim öllum. Hann segir málin oft vera mjög vel unnin af skattrannsóknarstjóra þegar þau berist inn á borð síns embættis. Þau séu auk þess flest ekki mjög flókin og því sé hægt að afgreiða þau með nokkuð miklum hraða. „Fjöldi þeirra er enn í rannsókn og það er ágætis gangur á þeim rannsóknum.“ Af þeim ellefu málum sem þegar hefur verið sakfellt í var þyngsta refsingin sem ákvörðuð hefur verið tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi og 100 milljóna króna sekt fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum. Sá dómur, sem var yfir fyrrum framkvæmdastjóra og stjórnarmanni einkahlutafélagsins A&V ehf. sem nú er gjaldþrota, féll í janúar síðastliðnum. Allar sektargreiðslur vegna skattalagabrota renna í ríkissjóð. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir að embætti sitt muni senda tugi mála til viðbótar á allra næstu vikum til sérstaks saksóknara. „Ég myndi ætla að þetta væru um 50 mál á næstu vikum. Þau eru allt frá því að vera nokkurra milljóna króna undandráttur og upp í hundruð milljóna króna. Í einhverjum málum sem ég sé fyrir mér að fari héðan innan tíðar er undandrátturinn talinn í milljörðum.“ Sum málannna eru búin að vera lengi í rannsókn hjá embætti skattrannsóknarstjóra. Bryndís segir þau geta verið eitt til tvö ár í rannsókn eftir umfangi. „Hér fer fram sakamálarannsókn í samræmi við lög um meðferð sakamála. Við erum ekki eins og til dæmis Fjármálaeftirlitið sem vísar málum til frekari rannsókna. Þau koma tilbúin frá okkur.“ Aðkoma sérstaks saksóknara að skattalagabrotamálum er því í flestum tilfellum einungis sú að taka afstöðu til þess hvort ákært verði í málunum eða ekki. Eins og kemur fram að ofan þá er niðurstaða embættisins oftast sú að ákæra í málunum. thordur@frettabladid.is Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri hefur sent 66 mál til sérstaks saksóknara og tugir til viðbótar eru á leiðinni. Sakfelling hefur fengist í öllum málum sem lokið hefur með dómi. Stærstu málin sem rannsökuð eru snúast um milljarða undandrátt. Embætti sérstaks saksóknara hefur fengið til sín alls 66 mál frá skattrannsóknarstjóra frá því að embættið var sett á fót og tugir mála til viðbótar eru á leið þangað. Rannsókn er þegar lokið í 27 málanna. Í fjórum tilfellum varð niðurstaðan sú að ákæra ekki en í 23 þeirra hefur verið gefin út ákæra. Af þeim málum er þegar komin niðurstaða í ellefu. Samkvæmt Ólafi Þór Haukssyni, sérstökum saksóknara, var sakfellt í þeim öllum. Hann segir málin oft vera mjög vel unnin af skattrannsóknarstjóra þegar þau berist inn á borð síns embættis. Þau séu auk þess flest ekki mjög flókin og því sé hægt að afgreiða þau með nokkuð miklum hraða. „Fjöldi þeirra er enn í rannsókn og það er ágætis gangur á þeim rannsóknum.“ Af þeim ellefu málum sem þegar hefur verið sakfellt í var þyngsta refsingin sem ákvörðuð hefur verið tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi og 100 milljóna króna sekt fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum. Sá dómur, sem var yfir fyrrum framkvæmdastjóra og stjórnarmanni einkahlutafélagsins A&V ehf. sem nú er gjaldþrota, féll í janúar síðastliðnum. Allar sektargreiðslur vegna skattalagabrota renna í ríkissjóð. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir að embætti sitt muni senda tugi mála til viðbótar á allra næstu vikum til sérstaks saksóknara. „Ég myndi ætla að þetta væru um 50 mál á næstu vikum. Þau eru allt frá því að vera nokkurra milljóna króna undandráttur og upp í hundruð milljóna króna. Í einhverjum málum sem ég sé fyrir mér að fari héðan innan tíðar er undandrátturinn talinn í milljörðum.“ Sum málannna eru búin að vera lengi í rannsókn hjá embætti skattrannsóknarstjóra. Bryndís segir þau geta verið eitt til tvö ár í rannsókn eftir umfangi. „Hér fer fram sakamálarannsókn í samræmi við lög um meðferð sakamála. Við erum ekki eins og til dæmis Fjármálaeftirlitið sem vísar málum til frekari rannsókna. Þau koma tilbúin frá okkur.“ Aðkoma sérstaks saksóknara að skattalagabrotamálum er því í flestum tilfellum einungis sú að taka afstöðu til þess hvort ákært verði í málunum eða ekki. Eins og kemur fram að ofan þá er niðurstaða embættisins oftast sú að ákæra í málunum. thordur@frettabladid.is
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira