Tugir mála á leið til sérstaks saksóknara 25. maí 2012 07:30 Fjármálaeftirlitinu þá skilar embætti skattrannsóknarstjóra fullunninni sakamálarannsókn til sérstaks saksóknara. Skattarannsóknarstjóri hefur hins vegar ekki ákæruvald og því þarf sérstakur saksóknari að sjá um þann hluta málsmeðferðarinnar. fréttablaðið/valli Skattrannsóknarstjóri hefur sent 66 mál til sérstaks saksóknara og tugir til viðbótar eru á leiðinni. Sakfelling hefur fengist í öllum málum sem lokið hefur með dómi. Stærstu málin sem rannsökuð eru snúast um milljarða undandrátt. Embætti sérstaks saksóknara hefur fengið til sín alls 66 mál frá skattrannsóknarstjóra frá því að embættið var sett á fót og tugir mála til viðbótar eru á leið þangað. Rannsókn er þegar lokið í 27 málanna. Í fjórum tilfellum varð niðurstaðan sú að ákæra ekki en í 23 þeirra hefur verið gefin út ákæra. Af þeim málum er þegar komin niðurstaða í ellefu. Samkvæmt Ólafi Þór Haukssyni, sérstökum saksóknara, var sakfellt í þeim öllum. Hann segir málin oft vera mjög vel unnin af skattrannsóknarstjóra þegar þau berist inn á borð síns embættis. Þau séu auk þess flest ekki mjög flókin og því sé hægt að afgreiða þau með nokkuð miklum hraða. „Fjöldi þeirra er enn í rannsókn og það er ágætis gangur á þeim rannsóknum.“ Af þeim ellefu málum sem þegar hefur verið sakfellt í var þyngsta refsingin sem ákvörðuð hefur verið tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi og 100 milljóna króna sekt fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum. Sá dómur, sem var yfir fyrrum framkvæmdastjóra og stjórnarmanni einkahlutafélagsins A&V ehf. sem nú er gjaldþrota, féll í janúar síðastliðnum. Allar sektargreiðslur vegna skattalagabrota renna í ríkissjóð. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir að embætti sitt muni senda tugi mála til viðbótar á allra næstu vikum til sérstaks saksóknara. „Ég myndi ætla að þetta væru um 50 mál á næstu vikum. Þau eru allt frá því að vera nokkurra milljóna króna undandráttur og upp í hundruð milljóna króna. Í einhverjum málum sem ég sé fyrir mér að fari héðan innan tíðar er undandrátturinn talinn í milljörðum.“ Sum málannna eru búin að vera lengi í rannsókn hjá embætti skattrannsóknarstjóra. Bryndís segir þau geta verið eitt til tvö ár í rannsókn eftir umfangi. „Hér fer fram sakamálarannsókn í samræmi við lög um meðferð sakamála. Við erum ekki eins og til dæmis Fjármálaeftirlitið sem vísar málum til frekari rannsókna. Þau koma tilbúin frá okkur.“ Aðkoma sérstaks saksóknara að skattalagabrotamálum er því í flestum tilfellum einungis sú að taka afstöðu til þess hvort ákært verði í málunum eða ekki. Eins og kemur fram að ofan þá er niðurstaða embættisins oftast sú að ákæra í málunum. thordur@frettabladid.is Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri hefur sent 66 mál til sérstaks saksóknara og tugir til viðbótar eru á leiðinni. Sakfelling hefur fengist í öllum málum sem lokið hefur með dómi. Stærstu málin sem rannsökuð eru snúast um milljarða undandrátt. Embætti sérstaks saksóknara hefur fengið til sín alls 66 mál frá skattrannsóknarstjóra frá því að embættið var sett á fót og tugir mála til viðbótar eru á leið þangað. Rannsókn er þegar lokið í 27 málanna. Í fjórum tilfellum varð niðurstaðan sú að ákæra ekki en í 23 þeirra hefur verið gefin út ákæra. Af þeim málum er þegar komin niðurstaða í ellefu. Samkvæmt Ólafi Þór Haukssyni, sérstökum saksóknara, var sakfellt í þeim öllum. Hann segir málin oft vera mjög vel unnin af skattrannsóknarstjóra þegar þau berist inn á borð síns embættis. Þau séu auk þess flest ekki mjög flókin og því sé hægt að afgreiða þau með nokkuð miklum hraða. „Fjöldi þeirra er enn í rannsókn og það er ágætis gangur á þeim rannsóknum.“ Af þeim ellefu málum sem þegar hefur verið sakfellt í var þyngsta refsingin sem ákvörðuð hefur verið tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi og 100 milljóna króna sekt fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum. Sá dómur, sem var yfir fyrrum framkvæmdastjóra og stjórnarmanni einkahlutafélagsins A&V ehf. sem nú er gjaldþrota, féll í janúar síðastliðnum. Allar sektargreiðslur vegna skattalagabrota renna í ríkissjóð. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir að embætti sitt muni senda tugi mála til viðbótar á allra næstu vikum til sérstaks saksóknara. „Ég myndi ætla að þetta væru um 50 mál á næstu vikum. Þau eru allt frá því að vera nokkurra milljóna króna undandráttur og upp í hundruð milljóna króna. Í einhverjum málum sem ég sé fyrir mér að fari héðan innan tíðar er undandrátturinn talinn í milljörðum.“ Sum málannna eru búin að vera lengi í rannsókn hjá embætti skattrannsóknarstjóra. Bryndís segir þau geta verið eitt til tvö ár í rannsókn eftir umfangi. „Hér fer fram sakamálarannsókn í samræmi við lög um meðferð sakamála. Við erum ekki eins og til dæmis Fjármálaeftirlitið sem vísar málum til frekari rannsókna. Þau koma tilbúin frá okkur.“ Aðkoma sérstaks saksóknara að skattalagabrotamálum er því í flestum tilfellum einungis sú að taka afstöðu til þess hvort ákært verði í málunum eða ekki. Eins og kemur fram að ofan þá er niðurstaða embættisins oftast sú að ákæra í málunum. thordur@frettabladid.is
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira