Innlent

Sterkt efni getur hæglega verið banvænt

Jakob Kristinsson
Jakob Kristinsson
Hálft til eitt gramm af amfetamíni getur verið stórhættulegt börnum, til dæmis ef þau myndu gleypa það, að sögn Jakobs Kristinssonar, prófessors í eiturefnafræðum. Fréttablaðið spurði Jakob hvaða áhrif það gæti haft á fimm ára barn að innbyrða hálft til eitt gramm af amfetamíni.

„Það getur valdið alvarlegri eitrun í barninu,“ segir Jakob, en tekur fram að amfetamín og amfetamín sé ekki það sama. Styrkleikinn skipti miklu máli í þessu sambandi. Hins vegar þurfi ekki mikinn styrk til að valda barni alvarlegri eitrun. Sé amfetamínið aftur á móti mjög sterkt geti hálfs til eins gramms skammtur hreinlega verið banvænn. „Alveg leikandi,“ segir Jakob.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×