Innlent

Þyrla slökkti mosaeld með fötu

Sinueldarnir á Mýrunum loguðu dögum saman; fólk flúði heimili sín og viðbúnaður var mikill.
Sinueldarnir á Mýrunum loguðu dögum saman; fólk flúði heimili sín og viðbúnaður var mikill. Fréttablaðið/vilhelm
TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, aðstoðaði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins við að slökkva eld í mosa í Kapelluhrauni á mánudag. Til verksins var nýttur búnaður sem var keyptur fyrir þyrluna eftir sinubrunann mikla á Mýrum vorið 2006.

Eftir útkallið lenti þyrlan skammt frá vettvangi þar sem „slökkvifatan“ var hengd neðan í þyrluna. Var síðan sótt vatn í Kleifarvatn, samtals tíu ferðir en burðargeta fötunnar er um 1.700 lítrar í hverri ferð. Þessir 1.700 lítrar úr Kleifarvatni dugðu nánast til að slökkva eldinn en seinustu glæðurnar voru slökktar af slökkviliðinu.

Slökkvifatan var keypt í kjölfar Mýrareldanna vorið 2006 og er henni meðal annars ætlað að ráða niðurlögum elda á svæðum sem farartæki slökkviliðsins geta ekki af einhverjum ástæðum nálgast, til dæmis sumarbústaðasvæði og sinuelda.

Slökkvifatan er hengd neðan í þyrluna, henni dýft í vatn eða sjó og þannig fyllt. Fatan er síðan tæmd með því að rafknúinn loki í botni hennar er opnaður. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×