ASÍ undirbýr málaferli gegn ríkinu vegna fjársýsluskatts 22. maí 2012 05:00 ASÍ vill breyta lífeyriskerfinu þannig að ríkið ábyrgist ekki greiðslur úr sumum lífeyrissjóðum á meðan aðrir þurfi að skerða greiðslur til sinna lífeyrisþega þegar illa árar. Fréttablaðið/vilhelm Ríkið brýtur gegn jafnræðisreglu með innheimtu fjársýsluskatts frá lífeyrissjóðum segir forseti ASÍ. Hann segir að leysa þurfi vanda vegna lífeyrisskuldbindinga ríkisins eða hækka tekjuskatt um fjögur prósentustig. Alþýðusamband Íslands (ASÍ) undirbýr nú málaferli á hendur ríkinu vegna fjársýsluskatts sem lagður er á lífeyrissjóði og banka. Með skattlagningunni er lífeyrisþegum í almennum lífeyrissjóðum og lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna mismunað, segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Skattlagningin kemur verr niður á þeim sem eiga réttindi í almennum lífeyrissjóðum en þeim sem greitt hafa í opinbera sjóði sem ríki og sveitarfélög ábyrgjast, sagði Gylfi á fundi um framtíð lífeyrismála á Grand hóteli í gær. Hann segir almenna lífeyrissjóði verða að skerða greiðslur til sinna lífeyrisþega vegna skattlagningarinnar, en sama eigi ekki við um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. „Þó þeir sjóðir þurfi að greiða skattinn mun ríkið á sama tíma leggja þeim til fjármuni til að sjá til þess að skatturinn hafi ekki áhrif á stöðu sjóðsfélaganna,“ segir Gylfi í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er að mati okkar hjá ASÍ brot á jafnræðisreglu,“ segir Gylfi. Hann segist hafa talið að samkomulag hafi náðst við stjórnvöld um að afturkalla þessa skattlagningu á lífeyrissjóðina. Í ljósi ummæla efnahags- og viðskiptaráðherra og formanns efnahags- og skattanefndar Alþingis á síðustu dögum hafi hann farið að efast um að það gangi eftir. „Kannski er nauðsynlegt að fá það á hreint að þetta sé brot á jafnræðisreglu og Alþingi geti ekki farið svona fram,“ segir Gylfi. Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, sagði á fundinum í gær að tekist hafi verið á um það í stjórnum margra lífeyrissjóða hvort skerða þurfi réttindi lífeyrisþega frekar en gert hafi verið. Gylfi segir það anga af sama vanda, enda mikið ójafnræði milli sjóða í almenna lífeyriskerfinu og sjóða opinberra starfsmanna. Nefnd sem á að endurskoða það fyrirkomulag hefur verið starfandi frá árinu 2009, en mun væntanlega skila sínu verki fljótlega. „Því miður hallar þarna aftur á mína félagsmenn, lök ávöxtun getur og mun líklega leiða til þess að það þurfi að skerða réttindin vegna þess að við erum ekki að standast þá ávöxtun sem við þurfum til að lofa þessum réttindum. Ríkissjóður mun grípa hitt, og þá þarf að hækka skatta,“ segir Gylfi. Ófjármögnuð skuld ríkisins við lífeyrissjóði opinberra starfsmanna hefur að sögn Gylfa hækkað um 136 milljarða frá árinu 2007. Hann segir að skuldin hafi hækkað úr ríflega 350 milljörðum í um 500 milljarða króna. Vegna þessa vantar 28 til 30 milljarða króna á ári frá ríkinu á næstu áratugum inn í sjóðina, þó aðeins sé gert ráð fyrir 10 milljörðum á fjárlögum. Gylfi segir að þessi halli sé að verða óviðráðanlegur og verði ekki gripið til annarra ráðstafana gæti þurft að hækka tekjuskatt um fjögur prósentustig til að fjármagna greiðslur sjóðanna til sinna félagsmanna. brjann@frettabladid.is Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Sjá meira
Ríkið brýtur gegn jafnræðisreglu með innheimtu fjársýsluskatts frá lífeyrissjóðum segir forseti ASÍ. Hann segir að leysa þurfi vanda vegna lífeyrisskuldbindinga ríkisins eða hækka tekjuskatt um fjögur prósentustig. Alþýðusamband Íslands (ASÍ) undirbýr nú málaferli á hendur ríkinu vegna fjársýsluskatts sem lagður er á lífeyrissjóði og banka. Með skattlagningunni er lífeyrisþegum í almennum lífeyrissjóðum og lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna mismunað, segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Skattlagningin kemur verr niður á þeim sem eiga réttindi í almennum lífeyrissjóðum en þeim sem greitt hafa í opinbera sjóði sem ríki og sveitarfélög ábyrgjast, sagði Gylfi á fundi um framtíð lífeyrismála á Grand hóteli í gær. Hann segir almenna lífeyrissjóði verða að skerða greiðslur til sinna lífeyrisþega vegna skattlagningarinnar, en sama eigi ekki við um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. „Þó þeir sjóðir þurfi að greiða skattinn mun ríkið á sama tíma leggja þeim til fjármuni til að sjá til þess að skatturinn hafi ekki áhrif á stöðu sjóðsfélaganna,“ segir Gylfi í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er að mati okkar hjá ASÍ brot á jafnræðisreglu,“ segir Gylfi. Hann segist hafa talið að samkomulag hafi náðst við stjórnvöld um að afturkalla þessa skattlagningu á lífeyrissjóðina. Í ljósi ummæla efnahags- og viðskiptaráðherra og formanns efnahags- og skattanefndar Alþingis á síðustu dögum hafi hann farið að efast um að það gangi eftir. „Kannski er nauðsynlegt að fá það á hreint að þetta sé brot á jafnræðisreglu og Alþingi geti ekki farið svona fram,“ segir Gylfi. Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, sagði á fundinum í gær að tekist hafi verið á um það í stjórnum margra lífeyrissjóða hvort skerða þurfi réttindi lífeyrisþega frekar en gert hafi verið. Gylfi segir það anga af sama vanda, enda mikið ójafnræði milli sjóða í almenna lífeyriskerfinu og sjóða opinberra starfsmanna. Nefnd sem á að endurskoða það fyrirkomulag hefur verið starfandi frá árinu 2009, en mun væntanlega skila sínu verki fljótlega. „Því miður hallar þarna aftur á mína félagsmenn, lök ávöxtun getur og mun líklega leiða til þess að það þurfi að skerða réttindin vegna þess að við erum ekki að standast þá ávöxtun sem við þurfum til að lofa þessum réttindum. Ríkissjóður mun grípa hitt, og þá þarf að hækka skatta,“ segir Gylfi. Ófjármögnuð skuld ríkisins við lífeyrissjóði opinberra starfsmanna hefur að sögn Gylfa hækkað um 136 milljarða frá árinu 2007. Hann segir að skuldin hafi hækkað úr ríflega 350 milljörðum í um 500 milljarða króna. Vegna þessa vantar 28 til 30 milljarða króna á ári frá ríkinu á næstu áratugum inn í sjóðina, þó aðeins sé gert ráð fyrir 10 milljörðum á fjárlögum. Gylfi segir að þessi halli sé að verða óviðráðanlegur og verði ekki gripið til annarra ráðstafana gæti þurft að hækka tekjuskatt um fjögur prósentustig til að fjármagna greiðslur sjóðanna til sinna félagsmanna. brjann@frettabladid.is
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Sjá meira